Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. maí 2020 08:45
Elvar Geir Magnússon
15 ár frá kraftaverkinu í Istanbúl
Jerzy Dudek með bikarinn.
Jerzy Dudek með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Það eru fimmtán ár frá mögnuðustu endurkomu í sögu Meistaradeildar Evrópu. 25. maí 2005 var Liverpool 3-0 undir í hálfleik í úrslitaleik gegn stjörnum prýddu liði AC Milan.

Á aðeins sjö mínútna kafla í seinni hálfleik skoraði Liverpool þrjú mörk. Liðið endaði á því að vinna viðureignina eftir vítaspyrnukeppni og stóð uppi með bikarinn eftirsótta á Ataturk leikvangnum í Istanbúl.

„Istanbúl er gríðarlega kraftmikið orð í huga stuðningsmanna Liverpool. Það er merki um borgina okkar og félagið. Það var heiður og forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu," segir Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool.

Það er erfitt að koma þessum ótrúlega fótboltaleik í orð en allt ætlaði um koll að keyra þegar Jerzy Dudek varði spyrnu Andriy Shevchenko í vítaspyrnukeppninni og titillinn var tryggður.

„Ef það væri einhver ein stund á ferlinum sem ég væri til í að upplifa aftur þá er það þessi. Þegar maður gerði sér grein fyrir því að við værum búnir að vinna. Ég hljóp hömlulaus að Jerzy en ég gat ekki stöðvað og faðmað einhvern, ég varð að hlaupa áfram og öskra," segir Carragher.

„Eftir leikinn áttum við frábæra kvöldstund á hótelinu en alvöru fagnaðarlætin voru eftir að við komum heim til Liverpool. Úrslitaleikurinn var á miðvikudegi og ég hélt áfram að drekka fram á sunnudag!"

Úrslitaleikurinn 2005
AC Milan 3 - 3 Liverpool (eftir framlengingu)

Liverpool vann 3-2 í vítaspyrnukeppni

Mörk AC Milan: Maldini 1, Crespo 39, 44. Mörk Liverpool: Gerrard 54, Smicer 56, Alonso 60.

AC Milan (4-3-1-2): Dida; Cafu, Stam, Nesta, Maldini; Gattuso (Rui Costa, 112), Pirlo, Seedorf (Serginho, 86); Kaka; Shevchenko, Crespo (Tomasson, 85)

Stjóri: Carlo Ancelotti.

Liverpool (4-1-3-2): Dudek; Finnan (Hamann, 46), Carragher, Hyypia, Traore; Alonso; Garcia, Gerrard, Riise; Kewell (Smicer, 23), Baros (Cisse, 85).

Stjóri: Rafa Benítez.

Dómari: Manuel Mejuto Gonzalez (Spánn).


Athugasemdir
banner
banner