Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. maí 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ceferin: Real Madrid segir UEFA ekki hvað það eigi að gera
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Mynd: EPA
Aleksander Ceferin, forseti evrópska fótboltasambandsins UEFA, er allt annað en ánægður með Javier Tebas, forseta spænsku deildarinnar, sem sagði að samningur PSG við Kylian Mbappe væri 'árás á fótboltann'.

Tebas kallaði eftir því að UEFA myndi bregðast við en Ceferin segist hafa fulla trú á 'Financial fair play' fjárhagsreglunum.

Flestir bjuggust við því að Mbappe væri á leið til Real Madrid en hann skrifaði óvænt undir risastóran samning við PSG.

„Fjárhagsreglurnar eru nokkuð strangar. Þeir sem fara eftir reglum okkar eru velkomnir í okkar mót, þeir sem virða ekki reglurnar eru það ekki," sagði Ceferin.

„Hvorki Real Madrid né nokkuð annað félag mun segja UEFA hvað það eigi að gera. Þeir eru reiðir og svekktir en eftir því sem ég veit best var þeirra tilboð ekki ósvipað þessu frá PSG."

Fjárhagsreglur UEFA eru hannað til að koma í veg fyrir að útgjöld félaga séu meiri en tekjur yfir þriggja ára tímabil.

PSG er í eigu Qatar Sports Investments sem er í eigu ríkisstjórnarinnar í Katar. Ceferin segist orðinn leiður á órökstuddum ásökunum, ef félög brjóti reglur þá sé þeim refsað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner