Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   fim 25. maí 2023 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður að Liverpool verði ekki í Meistaradeildinni - „Við viljum meira“
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, átti góðan dag er liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð, en leikmenn eru einnig glaðir að Liverpool hafi ekki komist í keppnina.

Eini möguleiki Liverpool á að komast í keppnina væri ef United hefði tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

United sá til þess að tryggja sætið í kvöld með 4-1 sigri á Chelsea.

„Það er geggjað að við séum komnir í Meistaradeildina. Þetta er ekki fullkomið því við viljum meira en það sem við gerðum á tímabilinu var fullkomið. Við fengum bikar sem var aðalmarkmiðið þar sem við náðum ekki að vinna deildina. Núna snýst þetta um að enda deildina á góðum nótum og fara svo í bikarúrslit.“

Fernandes hrósaði þá stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag.

„Þeir hafa verið frábærir. Við höfum unnið svo marga leiki á heimavelli og þeir hafa búið til magnað andrúmsloft fyrir okkur. Þeir vita hversu mikilvægir þeir eru fyrir okkur og við kunnum að meta framlagið.“

Það er ljóst að Liverpool spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en Fernandes og liðsfélagar hans eru ánægðir með það.

„Við vitum hvaða þýðingu þetta hefur fyrir stuðningsmenn. Fyrir okkur snérist þetta um að ná markmiðum okkar en við vissum líka að við yrðum ánægðir ef Liverpool kæmist ekki í keppnina. Þetta snérist samt fyrst og fremst um okkur sjálfa.“

Nú er það að klára deildina af krafti og svo er það úrslitaleikur enska bikarsins gegn nágrönnum þeirra í Manchester CIty en liðið vill koma í veg fyrir þann möguleika að Man City taki þrennuna.

„Þetta snýst um að vinna bikarinn. Við verðum að taka bikarinn af einhverjum og viljum vinna hann. Við vitum að það er mikilvægt og við vitum einnig að ef við vinnum bikarinn þá stöðvum við möguleika Man City á að vinna þrennuna,“ sagði Fernandes.
Athugasemdir
banner
banner
banner