Tveir leikir fara fram í 9. umferð Bestu deildar karla í dag en Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvelli á meðan topplið Víkings mætir KA á Greifavelli.
Víkingar hafa unnið alla átta leiki sína í deildinni á meðan KA hefur aðeins unnið þrjá leiki, þar af tvo á heimavelli. Liðin mætast klukkan 18:00 á Greifavelli á Akureyri.
Breiðablik og Valur mætast þá klukkan 19:15 á Kópavogsvelli en Valur er með 19 stig í öðru sæti á meðan Blikar eru með 18 stig í þriðja sætinu.
Hér fyrir neðan má sjá alla leiki dagsins.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla
18:00 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
3. deild karla
19:15 Elliði-Kári (Würth völlurinn)
19:15 Víðir-Reynir S. (Nesfisk-völlurinn)
19:15 ÍH-Árbær (Skessan)
19:15 Ýmir-Hvíti riddarinn (Kórinn)
4. deild karla
19:15 Hamar-Árborg (Grýluvöllur)
19:15 KFK-Álftanes (Fagrilundur - gervigras)
19:30 Vængir Júpiters-Uppsveitir (Fjölnisvöllur - Gervigras)
5. deild karla - A-riðill
20:00 KB-Álafoss (Domusnovavöllurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir