Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. maí 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið KA og Víkings: Jajalo inn og Gunnar vinstra megin?
Við spáum markmannsbreytingu hjá KA.
Við spáum markmannsbreytingu hjá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn byrjar hjá Víkingi.
Davíð Örn byrjar hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjar Elfar fremstur?
Byrjar Elfar fremstur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári inn í varnarlínuna?
Halldór Smári inn í varnarlínuna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi inn á miðjuna?
Logi inn á miðjuna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á Greifavellinum mætast KA og Víkingur klukkan 18:00 í kvöld. Bæði lið taka þátt í forkeppni Sambandsdeildarinnar og því er þessum leik flýtt um tæpa tvo mánuði til að búa til andrými í kringum Evrópuleiki liðanna. Fótbolti.net setti saman líkleg byrjun fyrir leikinn, allt til gamans gert auðvitað.

Þeir Ívar Örn Árnason (KA) og Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur) taka út leikbann, Viktor Örlygur Andrason (Víkingur) er meiddur og þeir Hrannar Björn Steingrímsson (KA) og Birgir Baldvinsson (KA) eru tæpir.



KA tapaði 2-0 gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Ef þetta reynist rétt byrjunarlið verða fjórar breytingar á byrjunarliðinu. Kristijan kæmi inn fyrir Steinþór Má, Kristoffer kæmi inn fyrir Ívar Örn, Þorri inn fyrir Birgi og Elfar inn fyrir Ásgeir Sigurgeirsson. Hrannar er eins og fyrr segir tæpur og spurning hvort Ingimar komi inn fyrir hann.

Hvernig er staðan á hópnum fyrir leikinn?
„Hún er bara góð, við erum með stóran hóp og með flesta heila. Ívar er í banni, þannig hann er ekki með. Við erum með hörkuhóp og engar áhyggjur þótt einn fari í bann."

„Við verðum að sjá hvernig staðan verður með þá (Birgir og Hrannar). Þeir eru ekki 100% en Hrannar er allavega ekki slæmur, meiri óvissa með Bigga - hann fékk eitthvað í hælinn og við metum stöðuna á honum dag frá degi. Jakob (Snær Árnason) er heill, hefur verið í hóp í síðustu leikjum. Hann er bara klár,"
sagði Hallgrímur Jónasson í gær.

Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle hafa ekki verið í hópnum í síðustu leikjum en eru til taks fyrir leikinn gegn Víkingi.

Sjá einnig:
Haddi: Hverslags hugarfar hefði það verið?



Víkingur vann 1-2 útisigur gegn HK í síðasta leik. Ef þetta reynist rétt byrjunarlið verða tvær breytingar á byrjunarliðinu. Davíð Örn kemur inn fyrir Karl Friðleif og Halldór Smári kæmi inn fyrir Viktor Örlyg.

Staðan á hópnum?
„Kalli er í leikbanni og Viktor (Örlygur Andrason) er frá. Það var ekki eins alvarlegt og við héldum með Viktor en hann nær ekki leiknum í dag. Gísli Gotti er svo að byrja sína endurhæfingu. Kyle er með sín meiðsli. Við erum vel mannaðir og á æfingunni fyrr í dag litum við mjög vel út; við erum virkilega hungraðir og skarpir. Við erum að vonast til að Viktor nái Valsleiknum á mánudag, en ef ekki þá fáum við hann pottþétt til baka á föstudeginum."

Davíð Örn Atlason mun koma inn í staðinn fyrir Karl Friðleif í dag. „Það er að sjálfsögðu högg að missa Kalla en við búum við þann lúxus að vera með tvo mjög öfluga hægri bakverði, Kalla og Davíð sem hafa báðir spilað virkilega vel. Við getum treyst þeim báðum. Þeirra samkeppni er búin að ýta þeim báðum upp á næsta stig. Davíð kemur inn og leysir þetta með sóma. Ég held að ég sofi alveg ágætlega í kvöld," sagði Arnar léttur um þá breytingu.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugs: Þá munu voðalega fáir muna eftir þessu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner