Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. maí 2023 19:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Haddi: Hverslags hugarfar hefði það verið?
Ætlum að keyra á það að vera fyrsta liðið til að vinna Víkingana
Ætlum að keyra á það að vera fyrsta liðið til að vinna Víkingana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að menn sjái alveg hvert við stefnum
Ég held að menn sjái alveg hvert við stefnum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Við erum búnir að vera mjög sterkir heima, erum með okkar stuðningsmenn, þekkjum völlinn vel og fengið mörg stig ef litið er yfir langan tíma.
Við erum búnir að vera mjög sterkir heima, erum með okkar stuðningsmenn, þekkjum völlinn vel og fengið mörg stig ef litið er yfir langan tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Við þurfum að skora meira
Við þurfum að skora meira
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þetta eru tvö lið sem eru góð og hafa verið ofarlega í deildinni.
Þetta eru tvö lið sem eru góð og hafa verið ofarlega í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar er allavega ekki slæmur
Hrannar er allavega ekki slæmur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann fékk eitthvað í hælinn og við metum stöðuna á honum dag frá degi
Hann fékk eitthvað í hælinn og við metum stöðuna á honum dag frá degi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristoffer er til taks á morgun.
Kristoffer er til taks á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob hefur verið í hóp í síðustu leikjum. Hann er bara klár.
Jakob hefur verið í hóp í síðustu leikjum. Hann er bara klár.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Á morgun fer fram leikur KA og Víkings á Greifavelli. Leikurinn er liður í 15. umferð sem fram fer um miðjan júlí en er flýtt þar sem þá eru bæði þessi lið í miðju Evrópuverkefni. Fótbolti.net ræddi við þjálfara KA, Hallgrím Jónasson, í dag og spurði hann út í leikinn og stöðu KA.

Leikurinn hefst klukkan 18:00. Víkingur er í toppsætinu með fullt hús stiga en KA er í sjötta sæti þrettán stigum frá Víkingi.

Eiga harma að hefna
„Þessi leikur leggst vel í mig, við eigum smá harma að hefna eftir síðasta leik þar sem við spiluðum gríðarlega vel á útivelli á móti Víkingi, en því miður töpuðum 1-0 á lokamínútunum. Við erum bara hungraðir í að fá stig, við töpuðum á móti Breiðabliki þar sem mér fannst við eiga flotta frammistöðu. Þar á undan spiluðum við mjög vel á móti HK og unnum. Við erum bara klárir í alvöru áskorun, mætum alvöru liði og ætlum að keyra á það að vera fyrsta liðið til að vinna Víkingana," sagði Haddi.

Fyrri leikurinn gegn Víkingi var algjör 50-50 leikur sem datt Víkingsmegin.

„Þeir leikir hafa verið þannig undanfarin ár, hörkuleikir á móti Víkingi. Við höfum gert jafntefli á útivelli sem við áttum ekki skilið og þeir unnu okkur hérna heima á lokamínútunum, 3-2, sem mér fannst þeir ekki eiga skilið. Yfirleitt hafa verið að koma mörk í lok leikjanna. Þetta eru tvö lið sem eru góð og hafa verið ofarlega í deildinni. Ég býst við nákvæmlega eins leik á morgun."

Engar áhyggjur þótt einn fari í bann
Birgir Baldvinsson og Hrannar Björn Steingrímsson fóru af velli vegna meiðsla á sunnudag. Hvernig er staðan á hópnum fyrir leikinn?

„Hún er bara góð, við erum með stóran hóp og með flesta heila. Ívar er í banni, þannig hann er ekki með. Við erum með hörkuhóp og engar áhyggjur þótt einn fari í bann."

„Við verðum að sjá hvernig staðan verður með þá (Birgir og Hrannar) á morgun. Þeir eru ekki 100% en Hrannar er allavega ekki slæmur, meiri óvissa með Bigga - hann fékk eitthvað í hælinn og við metum stöðuna á honum dag frá degi. Jakob (Snær Árnason) er heill, hefur verið í hóp í síðustu leikjum. Hann er bara klár."


Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle hafa ekki verið í hópnum í síðustu leikjum en eru til taks fyrir leikinn á morgun.

Ekki í panikki þó ekki sé verið keppa um titilinn
Í síðustu tveimur deildarleikjum hefur KA tapað gegn Val og Breiðabliki. Hefur Haddi áhyggjur af þessum úrslitum?

„Nei, ég hef ekki áhyggjur af úrslitunum. Við áttum rosalega slakan leik á móti Val, það er eitthvað sem var ekki KA mönnum sæmandi, vorum bara slakir og það sló okkur út af laginu að fá á okkur mark á fyrstu mínútunni og svo alveg rétt fyrir hálfleik. Það var bara slök frammistaða. Frammistaðan á móti Víkingi úti var góð, eins var frammistaðan á móti Breiðabliki góð úti."

„Það sem við þurfum að fara gera meira er að vera beinskeyttari, þurfum að ógna marki andstæðinganna meira. Í fyrri hálfleik á móti Breiðabliki erum við gjörsamlega með leikinn, með vindinn með okkur, en náum ekki að skapa okkur nógu mörg góð færi. Það voru 1-2 færi, en síðan gefum við mark eftir hálfa mínútu í seinni hálfleik sem var smá högg. Við komum til baka, vorum flottir og fáum dauðafæri á fjærstönginni í 1-0, nýtum það ekki og þeir fara upp völlinn og skora frábært mark eftir einstaklingsframtak."

„Ef horft er á leikinn þá var þetta jafn leikur en þeir bara nýttu sín færi á meðan við gerðum það ekki. Við þurfum að skora meira, þurfum að skila fleiri leikmönnum inn í box þegar boltinn kemur. Spillega séð þá erum við fínir."

„Í fyrri umferðinni í fyrra þá töpuðum við fyrir Breiðabliki og Víkingi og gerðum jafntefli við Val. Þetta eru einu liðin sem við erum búnir að tapa fyrir í sumar og eru þau lið sem okkur langaði að keppa við. Mér finnst frammistaðan hafa verið þannig að við höfum keppt við tvö af þeim en úrslitin ekki dottið. Þess vegna talaði ég um það eftir síðasta leik að við erum ekki að keppa við þessi lið núna, við náum ekki að fá úrslit á móti þeim, maður þarf bara að sjá stöðuna eins og hún er og við erum bara að einbeita okkur að hinu núna. Við erum að keppa við hin liðin núna. Það er Víkingur næst, svo eigum við þrjú lið eftir í fyrri umferðinni úr neðri partinum. Við þurfum bara að gjöra svo vel að sýna góðar frammistöður og ná í úrslit þar. Þá erum við bara á fínum stað."

„Við KA menn erum ekki í panikki yfir því að við séum ekki að keppa um titilinn þó að okkur hafi langað það. Ég held að það séu allir sammála um að það sé ekki raunhæft að KA keppi um titilinn í tíu ár í röð. Við náðum 2. sæti í fyrra, vorum gríðarlega flottir, eru með gott lið og það var alveg möguleiki á því að keppa um þetta að okkar mati. Það var líka smá að fá hugarfarið hérna fyrir norðan að þetta á ekki bara að vera one-hit wonder (einstakt tilvik), við ætlum okkur að vera gott stórt félag á Íslandi næstu árin."


Hverslags hugarfar hefði það verið?
„Fjölmiðlar hafa aðeins potað í að við höfum verið yfirlýsingaglaðir. Ég veit ekki hvað hefði verið sagt ef þjálfarinn hefði komið eftir tímabil þar sem liðið endaði í 2. sæti og hópurinn flottur: „Heyrðu, þetta var bara one-hit wonder, við stefnum á að vera í 5. - 7. sæti." Hverslags hugarfar hefði það verið? Við erum bara brattir áfram og við þurfum bara sýna góða frammistöðu eins og við gerðum síðustu tvo leiki og safna stigum, þetta er ekki flókinn reikningur."

Tveimur stigum frá Evrópusæti
Haddi talar um að vera ekki að berjast við þessi (topp þrjú liðin) akkúrat núna. Breytist þá yfirlýst markmið?

„Eins og staðan erum við ekki að keppa við þau lið, markmiðið er ekki að keppa um titilinn eins og staðan er núna. Við setjum okkur önnur markmið og við tölum bara um það í hópnum, ekki endilega út á við. Við erum tveimur stigum frá 4. sæti sem gefur Evrópusæti. Næstu fjórir leikir af fimm eru á heimavelli, þrír af þeim við lið í neðri partinum, einn í bikar á móti liði í 1. deild um sæti í undanúrslitum og svo leikurinn á móti toppliði Víkings. Ég held að menn sjái alveg hvert við stefnum."

Svo stutt á milli í fótbolta
KA fékk dauðafæri í stöðunni 0-0 gegn Víkingi og 1-0 undir gegn Breiðabliki. Norðanmönnum brást hins vegar bogalistin í bráðum tilvikum. Vantar upp á drápseðlið að klára þessi færi?

„Það er akkúrat þannig. Þegar þú ferð á útivöll gegn Breiðabliki og Víkingi þá býstu ekki við því að fá fullt af dauðafærum, megir klúðra þremur og skorir samt þrjú. Þú verður að taka þína sénsa. Því miður gerðum við ekki og þeir skora. Víkingur skorar á 88. mínútu með skalla, Breiðablik skorar frábært mark eftir einstaklingsframtak þar sem Gísli skýtur í varnarmann og boltinn fór í slána og inn."

„Það sést að frammistaðan er ekki slæm, en við erum að tapa leikjunum, við þurfum að klára færin. Er það vegna þess að drápseðlið vantar? Eru menn kannski ekki með sjálfstraust þegar þeir komast í alvöru stöður á móti góðum liðum? Erfitt að segja, en við höfum bara ekki skorað. Við þurfum að skora fleiri mörk. Varnarleikur liðsins hefur verið flottur í öllum leikjunum fyrir utan leikinn gegn Val. Þetta er ekkert langt frá þessu, þetta eru smáatriðin og það er svo stutt á milli í fótbolta. Við höfum verið heppnir með að fáein mörk, á móti Keflavík vorum við óheppnir - skjótum í slá og niður, eigum átján skot, dæmdir rangstæðir þegar við áttum að fá víti - alls konar smáatriði sem detta með þér og á móti. Í þessum leikjum nýttum við ekki þá sénsa sem við fengum, þess vegna fór þetta svona."

„Ef fólk rýnir í frammistöðuna, þá eru margar frammistöður góðar hjá okkur. Við þurfum að skora fleiri mörk og fá inn fleiri stig."


Leikurinn gegn Víkingi er á heimavelli. Sér Haddi mikinn mun á liðinu heima og úti, einhver þreyta eftir ferðalag eða annað sem hann sér?

„Við erum búnir að vera mjög sterkir heima, erum með okkar stuðningsmenn, þekkjum völlinn vel og fengið mörg stig ef litið er yfir langan tíma. En ef við erum ekki með kveikt á okkur getum við lent í því sem við lentum í á móti Val um daginn. Þá var mánuður frá því að við vorum sterkari aðilinn gegn þeim í Lengjubikarnum. Það þarf bara að mæta klár í slaginn."

„Á útivöllum erum við ekkert þreyttir eða illa fyrirkallaðir eða neitt slíkt. Við fljúgum í leikina, en hins vegar keyrum heim og komum því seint heim og ferðalagið til baka getur því aðeins tekið í."


Þurfum að ná betri úrslitum í Evrópu
Leiknum á morgun er flýtt út af þátttöku bæði KA og Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Er jákvætt að það sé aðeins verið að dreifa álaginu út af því?

„Ég held það sé bara rosalega jákvætt, við þurfum að hlúa að þessum liðum sem komast í Evrópukeppni. Við viljum fá stig í Evrópukeppni og við viljum komast ofar. Það er bara frábært að það sé hægt að hliðra til, það mun hjálpa okkur og hjálpa öllum liðum því það eru ekkert alltaf sömu liðin í Evrópukeppnum. Þetta hjálpar líka liðunum sem koma inn næst. Við þurfum að ná betri úrslitum í Evrópu heldur en við höfum gert ef litið er á síðustu tíu ár. Við þurfum að gera betur og ég held að þetta sé mjög flott skref að því - að menn fái viku milli leikja í Evrópu, að þú sért ekki að keppa á þriggja daga fresti og ferðast."

„Fyrir mitt leyti þá keppum við heimaleikinn í Reykjavík og svo útileikinn erlendis, getur verið langt ferðalag. Ef við förum áfram þá er nákvæmlega sama staða. Þetta er mikið álag á meðan þetta er. Mér finnst þetta bara vel gert hjá þeim sem stjórna þessu að breyta leikdögunum hjá liðunum í Evrópu,"
sagði Haddi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner