fim 25. maí 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle að gera umdeildan treyjusamning
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er í viðræðum við viðburðafyrirtækið, Sela, um nýjan treyjusamning en félagið mun þéna 25 milljónir punda á ári. Þetta kemur fram í ensku miðlum.

Félagið hefur verið í viðræðum við fjölmörg fyrirtæki síðustu mánuði og virðast nú samningar í höfn.

Sela mun koma í stað veðmálafyrirtækisins FunBet888, en Newcastle gerði samning við fyrirtækið árið 2017 og var hann gerður til sex ára.

Newcastle hefur þegar sent ensku úrvalsdeildinni öll skjöl varðandi samninginn við Sela og er ekkert sem kemur í veg fyrir að deildin samþykki samninginn og er markaðsvirði hans talið sanngjarnt.

Mohammed Bin Salman keypti 80 prósent hlut í Newcastle árið 2021 í gegnum sádí-arabíska sjóðsins, en Sela er einmitt einnig í eigu sjóðsins.

Hefur því skapast mikil umræða um samninginn sem slíkan en Manchester City, sem er í eigu sameinuðu furstaríkjanna, hefur lengi vel verið ásakað um að blása upp virði auglýsingasamninga og var það einmitt einn af ákæruliðunum í máli sem enska úrvalsdeildin höfðaði gegn Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner