Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 16:47
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic vann úrslitaleikinn gegn Rangers
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Celtic 1 - 0 Rangers
1-0 Adam Idah ('90)

Celtic og Rangers áttust við í úrslitaleik skoska bikarsins í dag og var staðan markalaus langstærsta hluta leiksins.

Það ríkti mikið jafnræði með liðunum þar sem Celtic hélt meira í boltann en tókst ekki að skapa sér mikið. Rangers fékk góð færi í leiknum og kom boltanum í netið á 59. mínútu en markið dæmt af vegna sóknarbrots eftir athugun í VAR herberginu.

Staðan hélst markalaus allt þar til á lokamínútum leiksins þegar leikmenn voru byrjaðir að undirbúa sig fyrir framlengingu. Það var á 90. mínútu sem írski framherjinn Adam Idah kom boltanum í netið, hálftíma eftir að hafa komið inn af bekknum fyrir Kyogo Furuhashi.

Það var bætt átta mínútum við í uppbótartíma en það dugði ekki fyrir Rangers til að gera jöfnunarmark og niðurstaðan því 1-0 sigur Celtic, sem vinnur því tvöfalt í ár eins og svo oft áður.

Celtic er bæði búið að tryggja sér Skotlandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn eftir þennan sigur. Rangers endar í öðru sæti í báðum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner