Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 25. júní 2024 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Talsverðar breytingar í loftinu hjá KR
Pálmi Rafn fær starfið út tímabilið.
Pálmi Rafn fær starfið út tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun Utrecht leggja fram tilboð?
Mun Utrecht leggja fram tilboð?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ægir Jarl hefur verið í stóru hlutverki hjá KR en samningur hans er að renna út.
Ægir Jarl hefur verið í stóru hlutverki hjá KR en samningur hans er að renna út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að félagsskiptaglugginn opni og þá gætu orðið einhverjar mannabreytingar á leikmannahópum íslensku liðanna. Í gær var tilkynnt um að tveir leikmenn væru farnir úr leikmannahópi KR, Moutaz Neffati sneri til baka til Svíþjóðar úr láni og Lúkas Magni Magnason fór til Bandaríkjanna í háskólanám.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er KR að skoða möguleikann á því að fá Júlíus Mar Júlíusson í sínar raðir frá Fjölni en hann er skotmark fleiri félaga, þar á meðal ÍA. KR hefur þá einnig verið orðað við Jakob Gunnar Sigurðsson sem er framherji Völsungs og markahæsti leikmaður 2. deildar.

Fyrir rúmri viku var fjallað um áhuga hollenska félagsins Utrecht á Benoný Breka Andréssyni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ekkert tilboð borist í framherjann en hollenska félagið var með útsendara á leiknum gegn Víkingi þar sem Benoný átti fínan leik; lagði m.a. upp jöfnunarmark KR í leiknum. Unglingalandsliðsmaðurinn er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni, allavega tvær stoðsendingar og skoraði fjögur mörk í bikarnum í ár.

Þá hefur danska félagið AB mikinn áhuga á því að fá Ægi Jarl Jónasson í sínar raðir. Miðjumaðurinn verður samningslaus eftir tímabilið og langar að grípa tækifærið og fara til AB. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fer hann út ef KR nær að finna mann í hans stað í glugganum. Hann byrjaði fyrstu níu deildarleikina á tímabilinu en hefur komið inn á sem varamaður í síðustu veimur.

Loks er hljóðið úr Vesturbænum á þá leið að tilkynnt verði um ráðningu á Pálma Rafni Pálmasyni sem þjálfara KR á allra næstu dögum. Pálmi stýrði KR gegn Víkingi um helgina og eru allar líkur á því að hann verði ráðinn út þetta tímabil, hið minnsta. Pálmi var aðstoðarþjálfari Gregg Ryder sem var látinn taka pokann sinn í síðustu viku.
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 10 3 1 34 - 14 +20 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
8.    KA 14 4 3 7 22 - 29 -7 15
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 14 4 1 9 16 - 34 -18 13
11.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
12.    Vestri 14 3 2 9 17 - 35 -18 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner