Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 25. ágúst 2024 21:38
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum nóg heilt yfir í leiknum til að verðskulda hér sigur. Auðvitað þurftum við að grafa mjög djúpt og sýna karakter síðustu mínúturnar til að jafna og koma inn sigurmarki en mér fannst það sanngjörn úrslit.“ Voru fyrstu orð Halldórs Árnasonar um afhverju Breiðablik fór af Elkemvellinum á Akranesi eftir 2-1 endurkomu sigur á ÍA fyrr í dag. Halldór hélt áfram.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við spila mjög vel og náðum að stjórna leiknum mjög vel með og án bolta. Það var í kringum markið þeirra þegar þeir fara í það að fara langt eðlilega eftir að hafa komsist hvorki lönd né strönd í fyrri hálfleik gegn pressunni okkar. Þeir byrja að fara langt sem þeir eru gríðarlega sterkir í og með sterka leikmenn. Þeir voru að vinna seinni bolta og koma honum út á vængina og búa til fyrirgjafir og fá horn og þetta og þá lá þeirra mark kannski svolítið í loftinu. En fyrir utan þann kafla fannst mér við yfir bæði sóknar og varnarlega og bara gæði sem skópu þennan sigur.“

Þegar um 20 mínútur liðu leiks var eins og lið Breiðabliks hefði skipt um gír og varð bragur liðisins annar og meiri fyrir vikið. Hvað bjó þar að baki?

„Við horfum í það þannig að við þurftum að sækja tvö mörk. Við vorum búnir að vera mjög þolinmóðir á boltann og stjórnuðum leiknum. Við þurftum aðeins að leysa leikinn upp og gerðum breytingar á liðinu og fórum að krossa boltann meira inn á teiginn sem að lukkaðist ágætlega.

Andri Rafn Yeoman var fluttur á brott af leikstað með sjúkrabíl um það leyti sem viðtalið fór fram. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Ég sá ekki hvað gerðist en þetta er samstuð og hann fær þungt höfuðhögg, högg á vörina og ansi myndarlega holu í vörina sem er væntanlega verið að fara í að loka. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegra en það en hann hefur litið betur út drengurinn.“
Athugasemdir
banner
banner