Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Leifs maður leiksins í stórsigri - Lyngby í öðru sæti
Ari Leifsson.
Ari Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.
Mynd: Lyngby
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Ari Leifsson var maður leiksins þegar lið hans, Stromsgödset, vann 5-0 sigur gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Ari, sem hefur komið mjög sterkur inn í liðið á tímabilinu, skoraði fjórða markið eftir klukkutíma leik. Hann gerir mögulega tilkall í landsliðshópinn í október.

Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu í þessum flotta sigri Stromsgödset, sem situr í sjöunda sæti norsku deildarinnar.

Í hinum leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni kom bakvörðurinn Adam Örn Arnarson inn á sem varamaður hjá Tromsö á 84. mínútu, í 1-2 útisigri á Lilleström. Tromsö er í 13. sæti af 16 liðum.

Í norsku 1. deildinni spilaði Davíð Kristján Ólafsson allan leikinn í 3-2 sigri Álasunds á Strommen, og Emil Pálsson byrjaði í markalausu jafntefli Sogndal gegn Bryne. Álasund er í öðru sæti og Sogndal í fimmta sæti.

Íslendingalið Lyngby með góðan sigur
Í Danmörku unnu lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby flottan sigur á heimavelli gegn Hvidovre. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður á 66. mínútu, en öll mörkin í þessum 3-1 sigri Lyngby komu í fyrri hálfleik.

Lyngby er í öðru sæti dönsku 1. deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Helsingor. Lyngby á leik til góða á þá.

Markvörðurinn Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby í dag.

Brynjar Ingi þreytti frumraun sína
Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason þreytti frumraun sína í Serie B með Lecce þegar hann spilaði fyrri hálfleikinn í 1-2 sigri gegn Cittadella. Miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður í leiknum.

Lecce situr í fimmta sæti B-deildarinnar með 11 stig eftir sex leiki spilaða.

Í úrvalsdeild kvenna var spilaði Guðný Árnadóttir hálftíma þegar AC Milan tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu. Milan tapaði 0-2 gegn Sassuolo á heimavelli. Milan er í þriðja sæti með níu stig eftir fjóra leiki.

Frábær sigur hjá Birki og félögum
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fer vel af stað með Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn í 4-0 sigri gegn Gaziantep FK í dag.

Ítalski sóknarmaðurinn Mario Balotelli fer einnig vel af stað með Adana Demirspor. Hann var á skotskónum í dag og er núna búinn að skora þrjú mörk í sjö leikjum fyrir liðið sem er í 11. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.

Óvænt úrslit í Svíþjóð
Sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir var í byrjunarliði Hammarby er liðið tapaði óvænt fyrir Djurgården, 2-1. Berglind bíður enn eftir sínu fyrsta marki fyrir Hammarby, sem er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Andrea Mist Pálsdóttir og Diljá Ýr Zomers komu báðar inn á sem varamenn þegar Vaxjö og Häcken áttust við. Það voru líka óvænt úrslit þar, 1-1. Diljá Ýr og hennar stöllur í Häcken eru í öðru sæti og Andrea Mist og hennar lið, Vaxjö, er á botninum með aðeins fimm stig.

Bayern skoraði sex
Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Bayern München vann 0-6 útisigur gegn Elversberg í þýska bikarnum. Mjög þægilegur dagur á skrifstofunni hjá Bayern.

Kolbeinn kom inn á í sigri
U21 landsliðsmaðurinn Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu er Lommel vann 1-2 sigur gegn RWDM í belgísku B-deildinni í kvöld. Lommel er í fimmta sæti með sjö stig úr fimm leikjum.

Jökull í markinu hjá Morecambe
Markvörðurinn efnilegi Jökull Andrésson var á bekknum hjá Morecambe í 3-3 jafntefli gegn Accrington Stanley í dag. Fjölskylda Jökuls var á vellinum og horfði á leikinn eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner