Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 11:34
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan sýnir auðmýkt - „Ég þarf að átta mig á því að ég er ekki Superman"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic var auðmjúkur í viðtali við Sportsweek á dögunum og viðurkenndi að aldurinn væri farinn að segja til sín.

Zlatan verður fertugur í byrjun október en þrátt fyrir það er hann enn að spila á hæsta stigi með Milan.

Hann hefur aðeins spilað einn leik á þessu tímabili vegna meiðsla en honum tókst einmitt að skora í þeim leik.

Svíinn finnur fyrir aldrinum og viðurkennir fúslega að hann sé ekki ofurhetja.

„Þegar ég var yngri þá spilaði ég bara, þó ég hafi fundið fyrir sársauka í sinum. Ég vildi vinna og skora en með tíma og reynslu þá byrjaði ég að nota hausinn og áttaði mig á því að það er mikilvægt að hlusta á líkamann," sagði Zlatan.

„Hausinn er fínn en líkaminn er að eldast. Hann heldur ekki alltaf í við hausinn og það er vandamál. Ég verð að hlusta á líkamann í dag og hver einustu skilaboð sem hann sendir mér."

„Með því að gera það þá get ég forðast slæmar afleiðingar. Ég verð að hlusta á líkamann á hverjum degi til að spila reglulega og því þarf ég að taka þetta dag fyrir dag til að átta mig á því að ég er ekki Superman,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner