De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 25. september 2022 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Chris Harrington: Það er fullt af jákvæðum hlutum í KR
Kvenaboltinn
Chris Harrington
Chris Harrington
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað erfitt. Þróttur refsaði okkur fyrir sofandahátt og við mættum ekki í fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikur var örlítið betri en miðað við þá staðla sem við setjum okkur þá var þetta ekki nógu gott þó að sumir leikmenn hafi spilað mjög vel. Erfið úrslit en sumir leikmenn hjá okkur sýndu að þeir geta spilað í þessari deild." Segir Chris Harrington þjálfari KR í Bestu deild kvenna eftir 5-0 tap gegn Þrótti í dag.

KR var nú þegar fallið fyrir leik dagsins og stundum er erfitt að gíra leikmenn í svona leiki.

„Ég held að það sé ekki erfitt að gíra stelpurnar upp. Þær gíra sig upp sjálfkrafa. Þetta var bara ekki okkar dagur. Þetta var okkar versti leikur síðan ég kom. Þrátt fyrir að við höfum tapað stórt gegn Val og Breiðablik þá höfum við gefið þeim meiri leik en í dag. Í dag vorum við bara ekki nægilega góðar."

Mjög neikvæð umræða hefur verið um KR uppá síðkastið. Liðið hefur verið sakað um metnaðarleysi í kvennaboltanum.

„Mín skoðun á umræðunni er sú að við þurfum að einblína á það jákvæða. Liðið er fullt af ungum leikmönnum sem eru að fá mínutur í reynslubankann. Þannig það er fullt af jákvæðum hlutum. Margir mjög góðir ungir leikmenn í liðinu. Ég vona að þessir hlutir sem hafa verið í umræðunni munu lagast. Fólkið í kringum félagið lagar þetta vonandi en við einblínum á það jákvæða"

Chris Harrington tók við KR liðinu á miðju tímabili í sumar.

„Eins og staðan er núna þá er framtíð mín í lausu lofti. Ég veit ekki. Ég geri ráð fyrir að hlutirnir verði ræddir í næstu viku. Við sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner