Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 25. september 2022 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Chris Harrington: Það er fullt af jákvæðum hlutum í KR
Kvenaboltinn
Chris Harrington
Chris Harrington
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað erfitt. Þróttur refsaði okkur fyrir sofandahátt og við mættum ekki í fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikur var örlítið betri en miðað við þá staðla sem við setjum okkur þá var þetta ekki nógu gott þó að sumir leikmenn hafi spilað mjög vel. Erfið úrslit en sumir leikmenn hjá okkur sýndu að þeir geta spilað í þessari deild." Segir Chris Harrington þjálfari KR í Bestu deild kvenna eftir 5-0 tap gegn Þrótti í dag.

KR var nú þegar fallið fyrir leik dagsins og stundum er erfitt að gíra leikmenn í svona leiki.

„Ég held að það sé ekki erfitt að gíra stelpurnar upp. Þær gíra sig upp sjálfkrafa. Þetta var bara ekki okkar dagur. Þetta var okkar versti leikur síðan ég kom. Þrátt fyrir að við höfum tapað stórt gegn Val og Breiðablik þá höfum við gefið þeim meiri leik en í dag. Í dag vorum við bara ekki nægilega góðar."

Mjög neikvæð umræða hefur verið um KR uppá síðkastið. Liðið hefur verið sakað um metnaðarleysi í kvennaboltanum.

„Mín skoðun á umræðunni er sú að við þurfum að einblína á það jákvæða. Liðið er fullt af ungum leikmönnum sem eru að fá mínutur í reynslubankann. Þannig það er fullt af jákvæðum hlutum. Margir mjög góðir ungir leikmenn í liðinu. Ég vona að þessir hlutir sem hafa verið í umræðunni munu lagast. Fólkið í kringum félagið lagar þetta vonandi en við einblínum á það jákvæða"

Chris Harrington tók við KR liðinu á miðju tímabili í sumar.

„Eins og staðan er núna þá er framtíð mín í lausu lofti. Ég veit ekki. Ég geri ráð fyrir að hlutirnir verði ræddir í næstu viku. Við sjáum til."
Athugasemdir
banner