Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   sun 25. september 2022 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Chris Harrington: Það er fullt af jákvæðum hlutum í KR
Kvenaboltinn
Chris Harrington
Chris Harrington
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað erfitt. Þróttur refsaði okkur fyrir sofandahátt og við mættum ekki í fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikur var örlítið betri en miðað við þá staðla sem við setjum okkur þá var þetta ekki nógu gott þó að sumir leikmenn hafi spilað mjög vel. Erfið úrslit en sumir leikmenn hjá okkur sýndu að þeir geta spilað í þessari deild." Segir Chris Harrington þjálfari KR í Bestu deild kvenna eftir 5-0 tap gegn Þrótti í dag.

KR var nú þegar fallið fyrir leik dagsins og stundum er erfitt að gíra leikmenn í svona leiki.

„Ég held að það sé ekki erfitt að gíra stelpurnar upp. Þær gíra sig upp sjálfkrafa. Þetta var bara ekki okkar dagur. Þetta var okkar versti leikur síðan ég kom. Þrátt fyrir að við höfum tapað stórt gegn Val og Breiðablik þá höfum við gefið þeim meiri leik en í dag. Í dag vorum við bara ekki nægilega góðar."

Mjög neikvæð umræða hefur verið um KR uppá síðkastið. Liðið hefur verið sakað um metnaðarleysi í kvennaboltanum.

„Mín skoðun á umræðunni er sú að við þurfum að einblína á það jákvæða. Liðið er fullt af ungum leikmönnum sem eru að fá mínutur í reynslubankann. Þannig það er fullt af jákvæðum hlutum. Margir mjög góðir ungir leikmenn í liðinu. Ég vona að þessir hlutir sem hafa verið í umræðunni munu lagast. Fólkið í kringum félagið lagar þetta vonandi en við einblínum á það jákvæða"

Chris Harrington tók við KR liðinu á miðju tímabili í sumar.

„Eins og staðan er núna þá er framtíð mín í lausu lofti. Ég veit ekki. Ég geri ráð fyrir að hlutirnir verði ræddir í næstu viku. Við sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner