Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 25. september 2022 17:51
Kjartan Leifur Sigurðsson
Chris Harrington: Það er fullt af jákvæðum hlutum í KR
Kvenaboltinn
Chris Harrington
Chris Harrington
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað erfitt. Þróttur refsaði okkur fyrir sofandahátt og við mættum ekki í fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikur var örlítið betri en miðað við þá staðla sem við setjum okkur þá var þetta ekki nógu gott þó að sumir leikmenn hafi spilað mjög vel. Erfið úrslit en sumir leikmenn hjá okkur sýndu að þeir geta spilað í þessari deild." Segir Chris Harrington þjálfari KR í Bestu deild kvenna eftir 5-0 tap gegn Þrótti í dag.

KR var nú þegar fallið fyrir leik dagsins og stundum er erfitt að gíra leikmenn í svona leiki.

„Ég held að það sé ekki erfitt að gíra stelpurnar upp. Þær gíra sig upp sjálfkrafa. Þetta var bara ekki okkar dagur. Þetta var okkar versti leikur síðan ég kom. Þrátt fyrir að við höfum tapað stórt gegn Val og Breiðablik þá höfum við gefið þeim meiri leik en í dag. Í dag vorum við bara ekki nægilega góðar."

Mjög neikvæð umræða hefur verið um KR uppá síðkastið. Liðið hefur verið sakað um metnaðarleysi í kvennaboltanum.

„Mín skoðun á umræðunni er sú að við þurfum að einblína á það jákvæða. Liðið er fullt af ungum leikmönnum sem eru að fá mínutur í reynslubankann. Þannig það er fullt af jákvæðum hlutum. Margir mjög góðir ungir leikmenn í liðinu. Ég vona að þessir hlutir sem hafa verið í umræðunni munu lagast. Fólkið í kringum félagið lagar þetta vonandi en við einblínum á það jákvæða"

Chris Harrington tók við KR liðinu á miðju tímabili í sumar.

„Eins og staðan er núna þá er framtíð mín í lausu lofti. Ég veit ekki. Ég geri ráð fyrir að hlutirnir verði ræddir í næstu viku. Við sjáum til."
Athugasemdir
banner