Heimild: Grindavík
Á samfélagsmiðlum Grindavíkur er vakin athygli á því að skemmdarverk hafi verið framið á stúkunni á heimavelli Grindavíkur - Stakkavíkurvelli.
Það var ófögur sjón sem blasti við vallarstjóranum Orra Frey Hjaltalín eftir helgina en þá höfðu um tugur sæta verið eyðilögð.
Það var ófögur sjón sem blasti við vallarstjóranum Orra Frey Hjaltalín eftir helgina en þá höfðu um tugur sæta verið eyðilögð.
„Þetta er einhver hópur af krökkum eða unglingum sem er að hanga hérna í stúkunni. Sum af þessum sætum voru léleg og hálf brotin, en það er búið að taka c.a. 10 sæti sem ekkert var að og mölbrjóta þau, ásamt því að taka ónýtu sætin og brjóta þau algjörlega. Við viljum komast til botns í þessu máli og finna þá sem eru ábyrgir fyrir þessari eyðileggingu," er haft eftir Orra í færslu knattspyrnudeildar.
Í færslunni er sagt að ljóst sé að tjónið sé mikið og kostnaðarsamt og bent á að hafa samband við Orra í síma. Símanúmerið má sjá í færslunni sem fylgir hér með.
Athugasemdir