sun 25. október 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
England mætir ekki Þýskalandi vegna smits
Mynd: Getty Images
Hætt hefur verið við æfingaleik enska kvennalandsliðsins gegn því þýska vegna Covid smits innan herbúða Englands.

Stórþjóðirnar áttu að mætast á þriðjudaginn en enska knattspyrnusambandið tók ákvörðun um að hætta við leikinn eftir að starfsmaður landsliðsins greindist með Covid-19.

„Við viljum öll spila á þriðjudaginn en þetta er hárrétt ákvörðun hjá knattspyrnusambandinu. Ég vil þakka starfsteymi Þjóðverja fyrir að sýna þessu skilning," sagði Phile Neville, landsliðsþjálfari Englands.

„Ég veit að stuðningsmenn vildu sjá okkur spila aftur eftir langa hvíld en ég er viss um að þeir muni skilja þessa ákvörðun. Við eigum viku eftir af æfingum og hlakkar til að hittast í næsta mánuði til að spila við Noreg."

Enska landsliðið hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Neville og endaði í fjórða sæti á HM í fyrra.
Athugasemdir
banner