sun 25. október 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hágæðadómari settur á stórleikinn gegn Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Íslenska kvennalandsliðið mætir því sænska í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM. Ljóst er að ekkert landslið í riðlinum getur veitt Íslandi eða Svíþjóð samkeppni um toppsætin.

Svíar eru á toppinum með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan Stelpurnar okkar sem eiga leik til góða. Liðin mætast í Svíþjóð á þriðjudaginn klukkan 17:30 á íslenskum tíma.

Leikurinn er gífurlega mikilvægur og því hefur Stéphanie Frappart, einn gæðamesti dómari í heimi kvennaboltans, verið valin til að dæma hann.

Frappart er franskur dómari og var hún fyrst kvenna til að dæma stórleik í karlaheiminum, þegar Liverpool mætti Chelsea í úrslitaleik um Ofurbikar Evrópu í fyrra.

Frappart dæmdi á HM 2015 og var sett á úrslitaleikinn á HM í fyrra þegar Bandaríkin unnu Holland. 2019 var stórt ár fyrir hana þar sem hún varð einnig fyrsti kvendómari í sögu Ligue 1, efstu deild franska boltans.

Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust á Laugardalsvelli 22. september.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner