Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   sun 25. október 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman: VAR bara notað til að dæma gegn Barca
Ronald Koeman hefur ekki farið vel af stað við stjórnvölinn hjá Barcelona og er liðið aðeins með sjö stig eftir fimm fyrstu umferðirnar í spænsku deildinni.

Barca tapaði fjandslagnum gegn Real Madrid á heimavelli í gær og var það annað tap liðsins í röð í deildinni. Koeman var ekki sáttur að leikslokum og kvartaði sérstaklega undir vítaspyrnudómi á 62. mínútu.

Sergio Ramos féll þá innan vítateigs og eftir að hafa skoðað atvikið á skjánum sínum dæmdi dómarinn vítaspyrnu. Hér var um ansi augljóst peysutog að ræða, þar sem Clement Lenglet hélt í treyju Ramos innan vítateigs. Fyrirliðinn Ramos steig sjálfur á punktinn og kom Real Madrid yfir, staðan orðin 1-2.

„Ég skil ekki VAR, ég held það sé bara notað til að dæma gegn Barcelona. Það er alltaf rifið smá í treyjur innan teigs og mér finnst Ramos brjóta fyrst á Lenglet. Hann reif aðeins í treyjuna en alls ekki nóg til að láta Ramos falla eins og hann gerði, fyrir mér er þetta ekki vítaspyrna," sagði Koeman að leikslokum.

„Við erum búnir að spila fimm leiki í deildinni og VAR hefur bara verið notað gegn Barca, engin ákvörðun hefur fallið með okkur. Þessi ákvörðun hafði úrslitaáhrif á leikinn því við vorum að spila mjög vel fram að vítaspyrnudómnum."

Ramos var ekki sammála Koeman og tjáði sig stuttlega um vítaspyrnudóminn að leikslokum.

„Þetta var mjög augljós vítaspyrna. Hann reif í treyjuna mína þegar ég var að stökkva í boltann. Það er ósanngjarnt að gagnrýna dómara fyrir að taka augljóslega rétta ákvörðun."

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
2 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
12 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
13 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
14 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner