Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. október 2021 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 þarf sigur í lokaleiknum eftir tap gegn Eistlandi
William Cole Campbell.
William Cole Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 landslið karla þurfti í dag að sætta sig við tap gegn Eistlandi í öðrum leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM.

William Cole Campbell, leikmaður FH, kom Íslandi yfir eftir tíu mínútna leik.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks jafnaði Eistland metin og var staðan 1-1 í hálfleik. Eistlandi tókst að komast yfir eftir tveggja mínútna leik í seinni hálfleiknum.

Ísland náði ekki að svara og lokatölur 2-1 fyrir Eistlandi; svekkjandi tap niðurstaðan.

Leikið er í Ungverjalandi, en á sama tíma töpuðu Ungverjar 0-1 gegn Georgíu. Ísland rekur lestina í riðlinum með eitt stig fyrir lokaumferðina; Georgía er með fjögur stig, og Eistland og Ungverjar með þrjú stig. Ísland spilar við Ungverjaland í lokaleiknum á fimmtudag, og þarf íslenska liðið ekkert annað en sigur til þess að eiga möguleika á að komast lengra í þessari undankeppni.

Byrjunarlið Íslands:
Heiðar Máni Hermannsson (M)
Kristján Snær Frostason
Daníel Freyr Kristjánsson
Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Rúrik Gunnarsson
Ásgeir Galdur Guðmundsson
Jóhannes Kristinn Bjarnason (F)
Daníel Tristan Guðjohnsen
William Cole Campbell
Stefán Orri Hákonarson
Benoný Breki Andrésson
Athugasemdir
banner
banner
banner