Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   þri 26. janúar 2021 17:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í enska: Meslier og Phillips snúa aftur
Fjórir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en tveir af þeim hefjast klukkan 18:00.

Newcastle hefur verið á mjög slæmu skriði og er án sigurs í átta deildarleikjum. Pressan á Steve Bruce verður sífellt meiri og meiri.

Allan Saint-Maximin, leikmaður Newcastle, er búinn að jafna sig af Covid-19 en er áfran á bekknum. Þeir Federico Fernandez, Ciaran Clark og Paul Dummett eru allir á meiðslalistanum.

Leeds hefur farið í gegnum þrjá tapleiki í röð án þess að ná að skora mark. Liðið endurheimtir markvörðinn Illan Meslier eftir veikindi, Kalvin Phillips snýr til baka eftir leikbann og þá er varnarmaðurinn Diego Llorente loksins mættur til baka eftir meiðsli.

Byrjunarlið Newcastle: Darlow, Schar, Lascelles, Lewis, Fraser, Hayden, Shelvey, Hendrick, Murphy, Almiron, Wilson

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Ayling, Cooper, Llorente, Dallas, Alioski, Phillips, Rodrigo, Harrison, Raphinha, Bamford

Crystal Palace tekur á móti West Ham. Jean-Philippe Mateta, sóknarmaðurinn sem kom á 18 mánaða láni frá Mainz, er ekki með Palace í kvöld þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi.

West Ham hefur unnið þrjá síðustu leiki og er í sjöunda sæti. Crystal Palace hefur aðeins unnið einn af síðustu átta og er í þrettánda stæi.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Ward, Cahill, Kouyate, Mitchell, McArthur, Milivojevic, Townsend, Eze, Zaha, Benteke.

Byrjunarlið West Ham Fabianski, Dawson, Ogbonna, Cresswell, Coufal, Soucek, Rice, Benrahma, Bowen, Antonio, Fornals.

Leikir dagsins:
18:00 Newcastle - Leeds (Síminn Sport)
18:00 Crystal Palace - West Ham (Síminn Sport 2)
20:15 Southampton - Arsenal (Síminn Sport)
20:15 West Brom - Man City (Síminn Sport 2)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner