Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 26. janúar 2021 11:12
Elvar Geir Magnússon
Kvennalandsliðið tekur þátt í æfingamóti í Frakklandi í febrúar
Kvenaboltinn
A-landslið kvenna leikur á æfingamóti í Frakklandi í febrúar og mætir þar Frakklandi, Sviss og Noregi.

Leikirnir fara fram á Louis Dugauguez leikvangnum í Sedan sem er rétt við landamærin að Belgíu.

Í tilkynningu frá KSÍ segir að leikirnir verði fyrstu leikir Íslands undir stjórn nýs þjálfara. Ekki er búið að tilkynna um nýjan landsliðsþjálfara en talið er að Þorsteinn Halldórsson muni taka við.

Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í því ellefta, Ísland sextánda og Sviss nítjánda. Leikirnir verða leiknir án áhorfenda vegna Covid-19 faraldursins.

Leikir Íslands
17. febrúar - Frakkland - Ísland
20. febrúar - Ísland - Noregur
23. febrúar - Ísland - Sviss
Athugasemdir
banner