Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. janúar 2021 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes hafði hárrétt fyrir sér
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
„David Moyes er að standa sig ótrúlega vel með West Ham," skrifar knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton á Twitter í kvöld.

Moyes er búinn að vera einn af stjórum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Hann er að gera virkilega flotta hluti með West Ham og er liðið í Meistaradeildarsæti eftir sigur á Crystal Palace í kvöld.

Það voru kannski einhverjir sem héldu að Moyes væri búinn eftir að hann sagði skilið við Sunderland 2017 þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni. Hann hefur hins vegar gert mjög flotta hluti með West Ham, fyrst frá nóvember 2017 til maí 2018. Hann fékk ekki að halda áfram en var ráðinn aftur í desember 2019.

Skotinn hafði ekki misst trú á sjálfum sér. Þegar Moyes tók aftur við West Ham á síðasta ári, þá sagði hann: „Ég sigra, það er það sem ég geri."

Hann hafði hárrétt fyrir sér því West Ham gerir lítið annað en að vinna þessa dagana. Liðið er búið að vinna sex leiki í röð og er eins og áður segir í fjórða sæti.




Athugasemdir
banner
banner
banner