Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. janúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni Snær í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur fengið markvörðinn Árna Snæ Ólafsson í sínar raðir. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum.

Árni hefur allan sinn feril leikið með ÍA en söðlar nú um og verður með Stjörnunni í sumar. Alls á hann að baki 255 leiki fyrir ÍA. Hann fer væntanlega í samkeppni við Harald Björnsson sem hefur verið aðalmarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár.

„Það er mjög spennandi að fá Árna til okkar. Hann er frábær karakter og mun gefa hópnum okkar mikið. Einnig hefur fótboltinn þróast í fullkomna átt fyrir Árna og ætlumst við til mikils af honum í sumar," segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari mfl. kk hjá Stjörnunni.

Árni er 31 árs og lék 17 af 27 deildarleikjum ÍA á síðasta tímabili.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem Stjarnan hefur fengið í sínar raðir frá því síðasta tímabili lauk.

Komnir
Andri Adolphsson frá Val
Árni Snær Ólafsson frá ÍA
Guðmundur Kristjánsson frá FH
Heiðar Ægisson frá Val
Joey Gibbs frá Keflavík
Þorbergur Þór Steinarsson frá HK

Farnir
Einar Karl Ingvarsson í Grindavík
Elís Rafn Björnsson í Fylki
Ólafur Karl Finsen
Óskar Örn Hauksson í Grindavík


Athugasemdir
banner
banner