Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Benfica: Viss um að Enzo verði áfram
Enzo Fernandez
Enzo Fernandez
Mynd: EPA
Roger Schmidt, þjálfari Benfica í Portúgal, gerir ráð fyrir því að halda Enzo Fernandez áfram hjá félaginu, að minnsta kosti út þessa leiktíð.

Enskir miðlar greindu frá því á dögunum að Chelsea væri aftur komið í viðræður við Benfica um kaup á Enzo en það slitnaði upp úr viðræðum fyrr í þessum mánuði eftir að félögin náðu ekki samkomulagi um kaupverðið.

Argentínumaðurinn, sem var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar, er með riftunarákvæði upp á 120 milljónir evra í samningi sínum, en Chelsea hefur reynt að ræða við félagið um að dreifa greiðslunum í stað þess að staðgreiða leikmanninn.

Þjálfari Benfica er handviss um að Enzo spili með liðinu út þessa leiktíð.

„Ég er sannfærður um að Enzo verði áfram hjá okkur. Hann virðist ánægður og í frábæru standi. Ég býst við að halda öllum byrjunarliðsmönnum liðsins,“ sagði Schmidt.
Athugasemdir
banner
banner
banner