Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 26. janúar 2025 13:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Dramatísk endurkoma á San Siro
Milan 3 - 2 Parma
0-1 Matteo Cancellieri ('24 )
1-1 Christian Pulisic ('38 , víti)
1-2 Enrico Del Prato ('80 )
2-2 Tijjani Reijnders'90 )
3-2 Samuel Chukwueze ( ('90 )

AC Milan bar sigur úr býtum gegn nýliðum Parma, 3-2, í dramatískri endurkomu í 22. umferð Seríu A á San Siro í Mílanó á Ítalíu í dag.

Leikurinn fór heldur rólega af stað og gerðist fátt markvert fram að fyrsta markinu sem kom á 24. mínútu. Það gerðu gestirnir í Parma er Matteo Cancellieri fékk allt of mikinn tíma á boltann, náði að leggja hann fyrir sig og setja boltann í bláhornið.

Þetta vakti heimamenn í Milan sem jöfnuðu tæpum stundarfjórðungi síðar er Zion Suzuki, markvörður Parma, ýtti Strahinja Pavlovic í teignum og var það bandaríski vængmaðurinn Christian Pulisic sem skoraði af punktinum.

Parma var mun líklegra í síðari hálfleiknum og þurfti Mike Maignan að taka á stóra sínum í nokkur skipti, en gat lítið gert er hann varði skot Drissa Camara út á Enrico Del Prato sem skoraði úr frákastinu.

Milan var marki undir þegar komið var inn í uppbótartímann og útlit fyrir að Parma næði í mikilvægan útisigur, en þá stigu heimamenn upp með tveimur mörkum á nokkrum mínútum.

Tijjani Reijnders jafnaði metin er hann tók skemmtilegt hlaup inn í teiginn og enginn á eftir honum. Hollendingurinn fékk nægan tíma til að velja sér horn og skoraði síðan af miklu öryggi.

Dramatíkinni var ekki lokið því tæpum þremur mínútum síðar skoraði nígeríski vængmaðurinn Samuel Chukwueze sigurmarkið er Pavlovic skallaði boltann niður í grasið og fyrir Chukwueze sem náði einhvern veginn að pota boltanum í netið.

Mögnuð endurkoma Milan sem er í 6. sæti með 34 stig en Parma fara svekktir og stigalausir frá San Siro, og sitja áfram í 17. sæti með 20 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
2 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
3 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
4 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 23 13 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 17 6 4 7 21 20 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner