Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 20:15
Aksentije Milisic
Munaði litlu hjá Milos og Rauðu Stjörnunni - „AC Milan var ekki betra liðið”
Ekki sáttir þegar flautið gall.
Ekki sáttir þegar flautið gall.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rauða Stjarnan frá Serbíu mætti AC Milan í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær en þetta var síðari leikur liðanna í þessu hörku einvígi.

Fyrri leikur liðanna í Serbíu endaði með 2-2 jafntefli. Stórliðið frá Ítalíu komst yfir með sjálfsmarki frá Radovan Pankov en stuttu síðar jafnaði Guelor Kanga fyrir Rauðu Stjörnuna af vítapunktinum. Theo Hernandez skoraði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og í kjölfarið fengu Serbarnir rautt spjald. Manni færri náði Milan Pavkov að jafna metin í uppbótartíma og gerði leikinn á San Siro í gær heldur betur spennandi.

AC Milan komst yfir í síðari leiknum í gær og aftur þurfti liðið vítaspyrnu til þess. Franck Kessie skoraði þá örugglega. El Fardou Ben Nabouhane jafnaði metin fyrir Rauðu Stjörnuna stuttu síðar og því var allt í járnum.

Gestirnir sóttu töluvert í síðari hálfleiknum og voru líklegra liðið. Donnarumma bjargaði stórkostlega fyrir Milan seint í leiknum og sá til þess að Ítalarnir skriðu áfram úr einvíginu á útivallarreglunni sem enn er við gildi. Samanlögð úrslit því 3-3. Ítalska pressan fór ekki fögrum orðum um spilamennsku Milan eftir leik.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, er í þjálfarateymi Rauðu Stjörnunnar. Dejan Stankovic, fyrrum leikmaður Inter á Ítalíu, er aðalþjálfari liðsins.

„Milan yfirgaf ekki völlinn hér, né í Serbíu, sem betra liðið. Mínir strákar sýndu á 180 mínútum að við getum spilað gegn stóru liðunum. Ég er ótrúlega stoltur. Við sýndum að við trúum á sjálfa okkur og hvað við getum," sagið Stankovic, sem átti sigursælan feril hjá grönnum AC, Inter Milan.

Athyglisvert atvik átti sér stað í gær en þegar 93. mínútu voru á klukkunni fékk Rauða Stjarnan hornspyrnu. Liðið skoraði úr einni slíkri í fyrri leiknum og í gær var allt liðið mætt inn í vítateig AC, líka markvörður liðsins. Þá tók dómari leiksins upp á því að flauta leikinn af áður en hornspyrnan var tekin, við litla hrifningu Stankovic og félaga.

„Ég er svekktur útaf hornspyrnuni, en ég mun ekki gráta. Hann átti að leyfa okkur að klára þessa hornspyrnu sem viðurkenningu fyrir frammistöðu okkar í einvíginu. En ég endurtek, ég mun ekki gráta yfir þessu."

AC Milan mætir Manchester United í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar snýr hinn magnaði Zlatan Ibrahimovic aftur á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner