Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. apríl 2019 10:18
Arnar Daði Arnarsson
Birna Kristjánsdóttir í KR (Staðfest)
Birna Kristjánsdóttir.
Birna Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birna Kristjánsdóttir hefur gengið í raðir KR í Pepsi Max-deildinni. Hún kemur til KR frá Stjörnunni þar sem hún lék 10 leiki með liðinu í deild og bikar á síðasta tímabili.

Birna er 33 ára markvörður með mikla reynslu. Hún lék fyrsta meistaraflokksleikinn sinn árið 2003 með Breiðabliki en auk þess hefur hún leikið með Val, ÍR, Völsungi og HK/Víkingi hér á landi.

Birnu er sennilega ætlað að fylla skarð Hrafnhildar Agnarsdóttur sem lék í marki KR síðasta sumar en er í námi í Danmörku. Fyrir er KR með markvörðinn, Ingibjörgu Valgeirsdóttur.

Birna Kristjánsdóttir er mætt í Draumaliðsdeildina. Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Komnar:
Sandra Dögg Bjarnadóttir frá ÍR
Guðmunda Brynja Óladóttir frá Stjörnunni
Laufey Björnsdóttir frá HK/Víkingi
Halla Marinósdóttir frá FH
Hlíf Hauksdóttir frá Val
Grace Maher frá Melbourne Victory
Birna Kristjánsdóttir frá Stjörnunni

Farnar:
Hrafnhildur Agnarsdóttir í námi í Danmörku
Mia Celestina Annete Gunter
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir til Varde ÍF
Shea Connors til Ástralíu


Athugasemdir
banner
banner
banner