,,Erum strax byrjaðir í þeirri vinnu''

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net eftir að ljóst varð að Stjarnan mætir Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrjár vikur eru í leikinn þannig einungis ein spurning var um þann tiltekna leik. Viðtalið snerist svo meira um Bestu deildina og leikmenn sem hafa glímt við meiðsli.
Stjarnan mætir aftur Bestu deildar liði í bikarnum, það er því erfiða leiðin í ár.
Stjarnan mætir aftur Bestu deildar liði í bikarnum, það er því erfiða leiðin í ár.
„Klárlega, síðast var það ÍBV og nú er það Keflavík. Þetta verður hörku leikur og bara gaman að fá alvöru lið í þessum bikar."
Á mánudag vann Stjarnan sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið lagði HK 5-4 á heimavelli. Það er aðeins léttara yfir eftir þann sigur.
„Við skoruðum helling af mörkum, þurfum að loka fyrir varnarleikinn. Við vitum það, og sérstaklega föst leikatriði. Við erum strax byrjaðir í þeirri vinnu. Við erum að fara á mjög erfiðan útivöll á laugardaginn, Origo völlinn, og við þurfum að vera klárir þar til að eiga eitthvað 'breik'."
Gústi sagði að það væri mjög ólíklegt að einhver færi frá Stjörnunni eða kæmi til félagsins í dag á sjálfan Gluggadaginn. Félagaskiptaglugginn fyrir efstu tvær deildirnar lokar í kvöld.
Joey Gibbs var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar á mánudag. „Hann er með aðeins í bakinu, einhver taugaverkur sem gerir það að verkum að hann nær ekki að beita sér að fullu. Við erum bara að vinna í því að koma honum í lag."
„Hilmar Árni (Halldórsson) fékk smá bakslag, við ætluðum að hafa hann í hóp en vonandi verður hann í hóp í næsta leik."
Þeir Andri Adolphsson, Emil Atlason og Haraldur Björnsson hafa allir glímt við meiðsli. Er lengra í þá?
„Við erum búnir að fara yfir hlutina og reiknum með þessum mönnum eftir 2-4 vikur," sagði Gústi.
Athugasemdir