Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
banner
   mið 26. apríl 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taugaverkur heldur Gibbs frá vellinum - Nokkrar vikur í þrjá reynslubolta
,,Erum strax byrjaðir í þeirri vinnu''
Joey Gibbs.
Joey Gibbs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bara gaman að fá alvöru lið í þessum bikar
Bara gaman að fá alvöru lið í þessum bikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net eftir að ljóst varð að Stjarnan mætir Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrjár vikur eru í leikinn þannig einungis ein spurning var um þann tiltekna leik. Viðtalið snerist svo meira um Bestu deildina og leikmenn sem hafa glímt við meiðsli.

Stjarnan mætir aftur Bestu deildar liði í bikarnum, það er því erfiða leiðin í ár.

„Klárlega, síðast var það ÍBV og nú er það Keflavík. Þetta verður hörku leikur og bara gaman að fá alvöru lið í þessum bikar."

Á mánudag vann Stjarnan sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið lagði HK 5-4 á heimavelli. Það er aðeins léttara yfir eftir þann sigur.

„Við skoruðum helling af mörkum, þurfum að loka fyrir varnarleikinn. Við vitum það, og sérstaklega föst leikatriði. Við erum strax byrjaðir í þeirri vinnu. Við erum að fara á mjög erfiðan útivöll á laugardaginn, Origo völlinn, og við þurfum að vera klárir þar til að eiga eitthvað 'breik'."

Gústi sagði að það væri mjög ólíklegt að einhver færi frá Stjörnunni eða kæmi til félagsins í dag á sjálfan Gluggadaginn. Félagaskiptaglugginn fyrir efstu tvær deildirnar lokar í kvöld.

Joey Gibbs var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar á mánudag. „Hann er með aðeins í bakinu, einhver taugaverkur sem gerir það að verkum að hann nær ekki að beita sér að fullu. Við erum bara að vinna í því að koma honum í lag."

„Hilmar Árni (Halldórsson) fékk smá bakslag, við ætluðum að hafa hann í hóp en vonandi verður hann í hóp í næsta leik."


Þeir Andri Adolphsson, Emil Atlason og Haraldur Björnsson hafa allir glímt við meiðsli. Er lengra í þá?

„Við erum búnir að fara yfir hlutina og reiknum með þessum mönnum eftir 2-4 vikur," sagði Gústi.
Athugasemdir
banner
banner
banner