Ejub Purisevic þjálfari Víkings sætti sig við að hafa sótt fyrsta stigið í Pepsi deildinni þetta árið.
Maður vinnur alltaf eitt stig!"
Maður vinnur alltaf eitt stig!"
Ejub var ánægður með að leikskipulagið sem lagt var upp með gekk upp:
"Leikurinn var ekki fallegur á að horfa en við vildum halda hreinu. Leikurinn var í fullkomnu jafnvægi að okkar hálfu."
Ejub sagðist lítið geta hvílt liðið í bikarleiknum gegn Álftanesi í vikunni því að hópurinn sé einfaldlega lítill og hann er ekki sammála "spekingunum" um það að framundan sé erfiðara prógramm fyrir Víkinga en það sem þeir eru búnir að ganga í gegnum.
"Öll liðin í deildinni eru erfið fyrir okkur. Það er ekkert auðveldara að spila við ÍBV og Fram heldur en að spila við Breiðablik.
Nánar er rætt við Ejub í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir























