Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. maí 2020 11:16
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óli Jó slasaðist við að hoppa yfir skilti og stýrir æfingum á hækjum
Ólafur með liðsfund í Garðabænum.
Ólafur með liðsfund í Garðabænum.
Mynd: Instagram/Stjarnan
Í fréttatíma Stöðvar 2 í gær sást Ólafur Jóhannesson, annar af þjálfurum Stjörnunnar, á hækjum þegar hann stýrði æfingu á Samsung-vellinum.

Ólafur slasaðist á mjöðm en Heimir Guðjónsson sagði frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

„Ég kíkti í kaffi til Óla Jó í vikunni og við spjölluðum í næstum tvo tíma. Svo þegar leikirnir koma þá er vinskapurinn lagður til hliðar," sagði Heimir í þættinum.

Hann var þá spurður út í meiðsli Ólafs.

„Eina sem ég veit um Óla er að hann var að hoppa yfir skilti, missti húfuna og ætlaði að grípa hana en datt illa og slasaðist á mjöðm. Þess vegna fór ég heim til hans í kaffi."

Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH á sínum tíma og var síðan hans aðstoðarmaður.

Heimir var í þættinum spurður að því hvort það hafi ekki komið sér á óvart þegar Ólafur var tilkynntur aðalþjálfari við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar hjá Stjörnunni.

„Ég viðurkenni það. Það kom mér á óvart. Ég held að þeir eigi eftir að vinna vel saman og eru menn sem hafa unnið titla og kunna þetta," segir Heimir

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Heimir Guðjóns í ítarlegu viðtali um fótboltasumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner