Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   sun 26. maí 2024 19:37
Haraldur Örn Haraldsson
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Alexander Máni Guðjónsson.
Alexander Máni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Aðsend

Alexander Máni Guðjónsson leikmaður Stjörnunnar fékk sínar fyrstu mínútur í meistaraflokk í kvöld. Alexander er aðeins 14 ára gamall og því stór stund fyrir ungan leikmann.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta var bara geggjaður leikur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur. Gott spil, skoruðum nú hvað var það? 5 mörk. Þetta var rosalegur leikur. Ég er bara sáttur með fyrsta leikinn í Bestu og þetta er bara fyrsti af vonandi fleirum til viðbótar."

Þetta var í fyrsta skipti í deildinni í sumar sem Alexander er á bekknum og hann bjóst því ekkert endilega við því að fá mínútur í dag.

„Nei eða, þegar ég sá að það var komið 3-0 þá hugsaði ég: „Vonandi fæ ég nokkrar mínútur." Ég er bara sáttur, bara takk Jökull fyrir tækifærið. Vonandi bara í næsta leik fæ ég aðeins fleiri mínútur og vonandi skora ég næst. En ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri. Vonandi er þetta bara fyrsta af mörgum."

Alexander er uppalinn hjá félaginu og var það stór stund þegar hann kom inn á fyrir uppeldisfélagið.

„Það er bara geggjað að koma inn á fyrir uppeldisfélagið. Pabbi minn er Gaui Bald (Guðjón Baldvinsson) þannig ég ólst upp við að sjá hann spila hérna. Það var frábært að koma inn á og Silfurskeiðin hélt uppi frábærri stemningu. Þannig ég er sáttur með þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner