Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 26. maí 2024 19:37
Haraldur Örn Haraldsson
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Alexander Máni Guðjónsson.
Alexander Máni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Aðsend

Alexander Máni Guðjónsson leikmaður Stjörnunnar fékk sínar fyrstu mínútur í meistaraflokk í kvöld. Alexander er aðeins 14 ára gamall og því stór stund fyrir ungan leikmann.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta var bara geggjaður leikur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur. Gott spil, skoruðum nú hvað var það? 5 mörk. Þetta var rosalegur leikur. Ég er bara sáttur með fyrsta leikinn í Bestu og þetta er bara fyrsti af vonandi fleirum til viðbótar."

Þetta var í fyrsta skipti í deildinni í sumar sem Alexander er á bekknum og hann bjóst því ekkert endilega við því að fá mínútur í dag.

„Nei eða, þegar ég sá að það var komið 3-0 þá hugsaði ég: „Vonandi fæ ég nokkrar mínútur." Ég er bara sáttur, bara takk Jökull fyrir tækifærið. Vonandi bara í næsta leik fæ ég aðeins fleiri mínútur og vonandi skora ég næst. En ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri. Vonandi er þetta bara fyrsta af mörgum."

Alexander er uppalinn hjá félaginu og var það stór stund þegar hann kom inn á fyrir uppeldisfélagið.

„Það er bara geggjað að koma inn á fyrir uppeldisfélagið. Pabbi minn er Gaui Bald (Guðjón Baldvinsson) þannig ég ólst upp við að sjá hann spila hérna. Það var frábært að koma inn á og Silfurskeiðin hélt uppi frábærri stemningu. Þannig ég er sáttur með þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner