Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   sun 26. maí 2024 19:37
Haraldur Örn Haraldsson
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Alexander Máni Guðjónsson.
Alexander Máni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Aðsend

Alexander Máni Guðjónsson leikmaður Stjörnunnar fékk sínar fyrstu mínútur í meistaraflokk í kvöld. Alexander er aðeins 14 ára gamall og því stór stund fyrir ungan leikmann.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta var bara geggjaður leikur, mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur. Gott spil, skoruðum nú hvað var það? 5 mörk. Þetta var rosalegur leikur. Ég er bara sáttur með fyrsta leikinn í Bestu og þetta er bara fyrsti af vonandi fleirum til viðbótar."

Þetta var í fyrsta skipti í deildinni í sumar sem Alexander er á bekknum og hann bjóst því ekkert endilega við því að fá mínútur í dag.

„Nei eða, þegar ég sá að það var komið 3-0 þá hugsaði ég: „Vonandi fæ ég nokkrar mínútur." Ég er bara sáttur, bara takk Jökull fyrir tækifærið. Vonandi bara í næsta leik fæ ég aðeins fleiri mínútur og vonandi skora ég næst. En ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri. Vonandi er þetta bara fyrsta af mörgum."

Alexander er uppalinn hjá félaginu og var það stór stund þegar hann kom inn á fyrir uppeldisfélagið.

„Það er bara geggjað að koma inn á fyrir uppeldisfélagið. Pabbi minn er Gaui Bald (Guðjón Baldvinsson) þannig ég ólst upp við að sjá hann spila hérna. Það var frábært að koma inn á og Silfurskeiðin hélt uppi frábærri stemningu. Þannig ég er sáttur með þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner