Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   sun 25. maí 2025 10:25
Brynjar Ingi Erluson
Xabi Alonso tekinn við Real Madrid (Staðfest)
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid hefur staðfest komu Xabi Alonso frá Bayer Leverkusen en hann tekur við af Carlo Ancelotti sem var kvaddur í gær.

Alonso hefur gert það gott með Leverkusen síðustu þrjú ár en hann vann deildina og bikarinn á síðasta ári og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Liðið hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar á þessari leiktíð og tryggði sig í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu, en nú er komið að leiðarlokum.

Real Madrid hefur tilkynnt hann sem arftaka Carlo Ancelotti og gerði hann þriggja ára samning við félagið.

Alonso snýr aftur til Real Madrid sex árum eftir að hafa þjálfað unglingalið félagsins en hann spilaði þá fimm ár með liðinu frá 2009 til 2014 þar sem hann vann sex titla.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem Alonso verður formlega kynntur fyrir fjölmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner