Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júní 2018 13:36
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Ástralíu og Perú: Horfa til Juric
Juric fær stórt hlutverk í dag.
Juric fær stórt hlutverk í dag.
Mynd: Getty Images
Ástralía þarf sigur gegn Perú til að eiga möguleika á að komast upp úr C-riðli Heimsmeistaramótsins.

Perú er stigalaust á botni riðilsins en Ástralir eru með eitt stig eftir jafntefli gegn Dönum í síðustu umferð.

Perú mun því spila upp á stoltið í dag fyrir framan gífurlega marga stuðningsmenn sem fylgdu liðinu allt til hins enda hnattarins.

Ástralía gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu sem náði jafntefli gegn Dönum, Tomi Juric tekur sér stöðu í fremstu víglínu í stað Andrew Nabbout.

Perú mun ekki gefa neitt eftir þrátt fyrir stigaleysið og gerir þjálfarinn aðeins tvær breytingar frá naumu tapi gegn Frakklandi.

Til að komast áfram þarf Ástralía að vinna og treysta á að Danir tapi fyrir Frökkum, helst með tveggja marka mun.

Ástralía: Ryan; Risdon, Sainsbury, Milligan, Behich; Jedinak, Mooy; Leckie, Rogic, Kruse; Juric.

Perú: Gallese; Advíncula, Ramos, Santamaría, Trauco; Tapia, Yotún; Carrillo, Flores, Cueva; Guerrero.
Athugasemdir
banner
banner
banner