Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Hvetur Mignolet til þess að fara
Mynd: Getty Images
Chris Kirkland hefur ráðlagt Simon Mignolet að yfirgefa Liverpool í sumar.

Kirkland er fyrrum leikmaður Liverpool en hann lagði skóna á hilluna árið 2016 og gerðist þjálfari. Hann stýrði nú síðast kvennaliði Liverpool.

„Það vita allir að Mignolet er ekkert að fara að spila hjá Liverpool á meðan Alisson er heill. Mignolet er flottur markvörður en Alisson er betri og það er það sem Liverpool þurfti," segir Kirkland.

Hann hvetur Mignolet til þess að færa sig um set og í lið þar sem að hann fær að spila meira. Hann eigi sín bestu ár eftir.

„Hann þarf að gera það upp við sig hvort að hann vilji vera varaskeifa hjá Liverpool og fá 1-2 leiki á tímabili eða færa sig í annað lið þar sem hann spilar fullt,"

„Hann á sín bestu ár eftir og ég myndi í hans sporum færa mig til þess að fá að spila. Þetta er ákvörðun sem hann þarf að taka."
Athugasemdir
banner