Sýndi blaðamanni takkaför á sköflungnum
Grótta og Þór skildu jöfn á Vivaldivellinum í stórleik 14. umferðar Inkasso deildarinnar í kvöld. Stærsta atvik leiksins átti sér stað í lok fyrri hálfleiks þegar Arnar Þór Helgason fékk rautt spjald fyrir tæklingur á Jakobi Snæ Árnasyni. Jakob Snær mætti í viðtal etir leik og hafði eftirfarandi að segja um leikinn:
“Frekar svekktur að hafa ekki klárað þetta. Við vorum klárlega ekki góðir í fyrri hálfleik og þeir voru með yfirhöndina og komast kannski sanngjarnt yfir. En við sýndum það strax í byrjum seinni hálfleiks að við ætluðum okkur þrjá punkta og settum mark. Mér fannst við óheppnir að hafa ekki klárað þetta. “
Þá var Jakob spurður út í tæklinguna hans Arnars Þórs, var það réttur dómur?
“Klárlega. Ég fer þarna á fullu í þetta og hann kemur á móti, ef ég hefði ekki verið með legghlíf þá væri ég fótbrotinn núna, ég held það sé klárt, ég er með takkaför á sköflungnum. Þannig að þetta var ljót tækling og verðskuldaði rautt spjald.”
Í lok viðtalsins bað blaðamaður Jakob að sýna sér förin og gerði hann það, en sjón er sögu ríkari.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























