Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   sun 26. ágúst 2018 16:37
Egill Sigfússon
Pálmi Rafn: Gaman að geta loksins skilað mörkum fyrir liðið
Pálmi skoraði 2 í dag
Pálmi skoraði 2 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 4-1 sigur á ÍBV á heimavelli í 18.umferð Pepsí-deildar karla í dag. Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR var mjög ánægður með spilamennsku liðsins en hefði þó viljað halda markinu hreinu.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

„Já við vorum helvíti flottir í dag fannst mér, pínu pirrandi að sleppa inn marki þarna en heilt yfir mjög flottur leikur."

Pálmi er kominn með 9 mörk í sumar eftir að hafa skorað lítið undanfarin ár. Pálmi sagði að það hefði verið kominn tími á að fara skila fleiri mörkum fyrir liðið.

„Allavega svona markalega séð þá er þetta það, það er bara fínt, það hefur alltaf verið beðið eftir mörkunum frá mér og gaman að geta loksins skilað þeim. En er þetta ekki þessi leiðinlega klisja, svo lengi sem við vinnum skiptir það ekki máli hver skorar."

KR er í lykilstöðu í 4.sætinu og eru nú einungis 4 stigum frá 3.sætinu þar sem Breiðablik er búið að tapa tveim leikjum í röð. Pálmi segir að þeir séu fyrst og fremst að hugsa um að klára þetta 4.sæti og komast í Evrópukeppnina.

„Ef þeir misstíga sig og við klárum okkar leiki þá væntanlega getum við náð þeim. Við erum bara að hugsa um Evrópusætið, við ætlum að ná því allavega og svo skulum við sjá hvort við náum hærra en það. Fyrst og fremst ætlum við að halda í þetta sæti og komast í Evrópukeppni."
Athugasemdir
banner