Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa ákveðið að reka Koeman - Xavi segir nei takk
Xavi hefur ekki áhuga á starfinu á þessum tímapunkti.
Xavi hefur ekki áhuga á starfinu á þessum tímapunkti.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn Marcelo Bechler segir að Barcelona sé búið að taka ákvörðun um að reka knattspyrnustjórann Ronald Koeman.

Koeman, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, tók við sem stjóri félagsins fyrir síðasta tímabil. Síðan þá hefur mikið gengið á; fjárhagsvandræði og fleira. Það er kannski stærst að Lionel Messi er ekki lengur hjá félaginu.

Barcelona hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils og er Koeman mjög valtur í sessi.

Bechler segir að Barcelona sé búið að taka ákvörðun; um að reka Koeman.

Xavi, fyrrum miðjumaður félagsins, er alltaf orðaður við stöðuna, en Bechler segir að hann hafi ekki áhuga á starfinu á þessum tímapunkti. Xavi er núna að þjálfa í Katar. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er því efstur á listanum akkúrat núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner