Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho rauk af blaðamannafundi - „Þeir eyðilögðu leikinn"
Jose Mourinho var óánægður með dómgæsluna
Jose Mourinho var óánægður með dómgæsluna
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho rauk af blaðamannafundi eftir 3-2 tap Roma gegn Lazio í ítölsku deildinni en þetta er haft eftir ítölsku miðlunum í kvöld.

Roma tapaði öðrum leik sínum á tímabilinu en Mourinho var afar ósáttur með dómgæsluna í leiknum og ræddi það í viðtali við DAZN.

„Það er mikil bæting í ítölskum fótbolta, en því miður þá var dómarinn og VAR-teymið ekki í réttum gæðaflokki og eyðilögðu leikinn," sagði Mourinho.

Í aðdragandanum á öðru marki Lazio vildi Mourinho fá vítaspyrnu. Bryan Cristante átti fyrirgjöf inn í teig á Nicolo Zaniolo. Elseid Hysaj greip í handlegg Zaniolo og féll hann til jarðar. Lazio keyrði upp í skyndisókn og skoraði.

„Þegar Lazio kemst 2-0 var möguleiki fyrir okkur að hafa jafnað í 1-1. Dómarinn og VAR gerðu mistök. Þetta er of mikið og svo var það mikilvægt í þessu að Lucas Leiva fékk ekki sitt annað gula spjald. Þetta var svipað með Pellegrini, hann fékk rautt en í dag var ekkert gefið."

„Við vorum besta liðið á vellinum en þegar þú færð á þig þrjú mörk þá er eitthvað sem fór úrskeiðis. Annað og þriðja markið voru náttúrlega skyndisóknir."

„Við reyndum og vorum með yfirburði. Við gáfum allt í þetta og sköpuðum mikla erfiðleika fyrir Lazio,"
sagði hann ennfremur.

Eftir viðtalið fór hann á blaðamannafund en samkvæmt ítölskum blaðamönnum þá rauk hann út af fundinum eftir að hann reifst við Angelo Mangiente, fréttamann Sky Sports, og fleiri blaðamenn.
Athugasemdir
banner
banner