Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mán 26. september 2022 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Andri Fannar: Veit hvað ég get og þarf að reyna sýna það oftar
Hitað upp á æfingu í dag.
Hitað upp á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta verkefni, við erum allir fullir af spenning og vitum hvað er undir. Það er mikil einbeiting og mikil spenna," sagði Andri Fannar Baldursson, leikmaður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins á Budojevice í Tékkladi í dag. Framundan er seinni leikur liðsins við Tékkland um sæti á EM næsta sumar.

Tékkar leiða með einu marki og þarf Ísland að vinna með einu marki á morgun til knýja fram framlengingu. Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice.

„Við þurfum klárlega að skapa okkur færi, vinna fleiri einvígi, spila aðeins hraðar og vera meira 'sharp' í því sem við erum að reyna gera. Það var svolítið 'soft' hjá okkur, mér fannst þeir vinna fleiri einvígi og við hefðum þurft að elta mennina okkar betur og meiri samskipti hver ætti að taka hvern. Þeir eru mjög 'physical', það er eitthvað sem við þurfum að gíra okkur í fyrir morgundaginn."

Andri fékk lof fyrir hans frammistöðu á föstudag. Spáir hann eitthvað í því?

„Voða lítið fyrst að við fengum ekkert út úr þessum leik. Ég hefði kannski pælt meira í því ef við hefðum unnið leikinn. Ég veit hvað ég get í fótbolta og þarf að reyna sýna það oftar. Þetta er ekkert sem kemur mér sjálfum á óvart þannig, ég vil bara gera allt fyrir liðið og vonandi getur það hjálpað eitthvað."

Í boði er sæti á EM, hvernig er að vera á þessu stóra sviði?

„Það er mjög gaman, ég held að flestum fótboltamönnum dreymi um að spila á sem stærstu sviði. Að hafa eitthvað undir býr til meiri spennu, þú þarft að halda meiri einbeitingu, fleiri að horfa og meira stress. Það er bara geggjað."

Andri viðurkennir að hann upplifi bæði spennu og stress. „Ég er meira með spennuna en auðvitað kemur smá stress þegar við erum að spila leikina og það er mikið undir. Við þurfum að vera mjög einbeittir á leikinn á morgun og njóta þess að spila líka."

Andri var hluti af U21 landsliðinu sem fór á EM í fyrra. Þá var heimsfaraldur og ekki alvöru stórmótafílingur yfir öllu saman.

„Síðast var hálfgert Covid-EM. Það er mjög stórt að komast á EM og mikil reynsla fyrir alla leikmenn. Það væri mjög hollt fyrir íslenskan fótbolta að komast á EM og öllum í liðinu langar að fara á EM. Leikurinn á morgun, við vitum allir hvað er undir. Það er bara að gefa allt í leikinn," sagði Andri.

Í lok viðtalsins er hann spurður út í fyrstu vikurnar hjá NEC Nijmegen, Sinisa Mihajlovic og Bologna. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að neðan.
Athugasemdir
banner
banner