Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 26. september 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Duncan Ferguson kominn með nýtt starf
Mynd: Getty Images
Hörkutólið Duncan Ferguson, fyrrum sóknarmaður Skotlands og Everton, er orðinn nýr stjóri Inverness Caledonian Thistle í skosku B-deildinni.

Hinn 51 árs gamli Ferguson lét af störfum hjá Forest Green Rovers í júlí eftir aðeins einn sigur í átján leikjum við stjórnvölinn, liðið féll úr ensku C-deildinni.

Caley Thistle er í neðsta sæti skosku Championship-deildarinnar með aðeins eitt stig úr sex leikjum.

Ferguson var lengi í þjálfarateymi Everton og tók tvisvar við stjórn liðsins til bráðabirgða, auk þess að vera aðstoðarstjóri.

Einn af þeim sem Ferguson var aðstoðarmaður hjá er Carlo Ancelotti, sem nú stýrir Real Madrid. Ancelotti er einn sá sigursælasti í bransanum og þeir tveir halda góðu sambandi.

„Ég heimsótti hann til Spánar. Ég sá allar æfingarnar mínar á æfingasvæðinu hjá Real Madrid. Ég hef lært mikið af Carlo Ancelotti, hann er besti stjóri heims. Hann hefur unnið fjóra Meistaradeildartitla," segir Ferguson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner