Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill sjá Elísu fá sénsinn og fleiri mínútur hjá Alexöndru og Svövu
Icelandair
Elísa Viðarsdóttiir
Elísa Viðarsdóttiir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava fagnaði marki sínu með Alexöndru.
Svava fagnaði marki sínu með Alexöndru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Ben Eiríksson var gestur í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn í gær. Eiður er tekinn við sem þjálfari Þróttar Vogum en þjálfaði kvennalið Vals síðustu ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum ásamt Pétri Péturssyni í sumar.

Eiður var spurður út í kvennalandsliðið sem á leik gegn Kýpur í kvöld. Eru einhverjar sem þú vilt sjá fá tækifæri á móti Kýpur?

Sjá einnig:
Fannst heildarbragurinn frábær - „Hún nennir ekki að vera djúp"

„Nei, nei. Mér fannst Svava koma ótrúlega vel inn, ég er ekkert að segja að hún eigi að koma inn fyrir Berglindi en ég væri til í að sjá aðeins meira af henni. Það er kannski það helsta ásamt því að ég væri til í að sjá Alexöndru fá meiri tíma á vellinum."

„Mér finnst hún það góður leikmaður og maður vill alltaf sjá hana spila. Hún er yfirveguð á boltann, með góða yfirsýn, veit alltaf hvert hún á að senda, getur brotið upp leiki og tekur góð hlaup á bakvið línur. Það hentar Berglindi rosalega vel þar sem hún vill fá boltann mikið í fætur og Alexandra getur stungið sér á bakvið,"
sagði Eiður.

„Að sama skapi hefur Karólína líka þennan eiginleika og Gunnhildur. Ég myndi kannski vilja sjá Svövu og Alexöndru spila lengur í leiknum gegn Kýpur."

„Ég væri líka til í að sjá, ég er kannski hlutdrægur þar [sem fyrrum þjálfari Vals], en ég væri til í að sjá Elísu [sem er fyrirliði Vals] fá sénsinn. Ég er ekki að segja að það þurfi að taka Guðnýju úr liðinu en ég væri alveg til í að sjá Elísu fá leik þar sem það er langt síðan hún fékk 90 mínútna leik,"
sagði Eiður.

Umræðuna má nálgast undir lok þáttar hér að neðan.
Enski boltinn - Íslandsmeistarar rýndu í stöðu Solskjær
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner