Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. október 2021 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst heildarbragurinn frábær - „Hún nennir ekki að vera djúp"
Icelandair
Ísland vann frábæran sigur á Tékklandi.
Ísland vann frábæran sigur á Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný er að spila hægri bakvörð.
Guðný er að spila hægri bakvörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Ben Eiríksson, sem gerði kvennalið Vals að Íslandsmeisturum í sumar - ásamt Pétri Péturssyni - var gestur í hlaðvarpinu Enski boltinn í dag.

Þar var hann undir lokin spurður út í kvennalandsliðið sem vann frábæran 4-0 sigur gegn Tékklandi síðasta föstudagskvöld í undankeppni HM 2023. Eiður hefur þjálfað nokkra af leikmönnum liðsins.

„Það kom mér á óvart hvað íslenska liðið var gott í leiknum," sagði Eiður, sem er í dag tekinn við karlalið Þróttar Vogum.

„Frá því Steini (Þorsteinn Halldórsson) tekur við þá hefur þetta tekið smá tíma. Hann hefur viljað breyta og koma sínum hlutum á framfæri. Mig rámar í það að þegar þær voru að spila sína fyrstu leiki, að það var talað um að hans handbragð væri komið strax á liðið. Ég er alls ekki sammála því. Æfingaleikirnir voru ekki spes hjá liðinu."

„Spilamennskan var jákvæð á móti Hollandi, sem er bara betra lið í dag. Þær voru ekki miklu betri en tékkneska liðið, en gerðu þetta ótrúlega vel. Eftir að þær komust í 2-0, þá gáfu engin færi á sér og margir að spila vel í liðinu. Fyrst núna er liðið farið að spila eins og Steini vill að liðið er að spila. Hann er að finna jafnvægið."

Eiður telur að Þorsteinn hafi fundið gott jafnvægi á liðinu í síðasta leik gegn Tékkum.

„Dagný var djúp á miðju og Gunnhildur fær þá að vera meira fyrir framan. Hún vill vera í 'box-to-box' hlutverki. Ég þekki það eftir að hafa þjálfað hana. Hún nennir ekki að vera djúp. Mér fannst það rosalega góð breyting."

„Þeir leikmenn sem komu inn voru mjög góðir. Mér fannst Agla María frábær í leiknu, Sveindís er alltaf hættuleg og svo kom Berglind rosalega vel út upp á topp. Hún er greinilega að finna sig í landsliðinu í fyrsta sinn almennilega. Elín (Metta Jensen) er meidd og Berglind ætlar greinilega ekki að missa þetta sæti. Hún stóð sig ótrúlega vel. Heildarbragurinn á liðinu var frábær; vörnin góð og Sandra alltaf 'solid' í markinu."

„Þetta var geggjaður leikur. Kannski ekki 4-0 leikur, eins og Steini kemur inn á. Þær gerðu vel að vinna seinni boltann og skila sér vel inn í teiginn. Frábær frammmistaða og gefur jákvæðan tón inn í komandi leiki."

Draumur þjálfarans
Guðný Árnadóttir hefur leyst stöðu hægri bakvarðar í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar. Hún er að upplagi miðvörður en hefur leyst nýja stöðu mjög vel. Eiður þjálfaði Guðnýju í Val og segir að hún sé draumur þjálfarans.

„Það kemur manni á óvart hversu fljótt hún hefur náð að aðlagast þessu. Hún er að spila í þriggja manna vörn hjá AC Milan. Hún er aldrei fyrir miðju í þriggja manna vörninni. Hún getur tengt aðeins við það. Hún er rosalega fljótur leikmaður og reddar sér oft á hraðanum. Hún er draumur þjálfarans, hún gerir það sem þú biður hana um. Það kemur ekki á óvart að hún sé að standa sig vel í þessari stöðu," sagði Eiður.

Sandra öflug gegn Tékklandi
Sandra Sigurðardóttir var öflug í markinu gegn Tékklandi og gerði allt sitt vel. Eiður þjálfaði hana líka hjá Val.

„Ég get alveg sagt það í dag að það var bras í vetur. Hún fékk nýjan markvarðarþjálfara. Það er kannski erfitt þegar þú ert komin á þennan 'aldur' að fá nýjan markvarðarþjálfara með allt öðruvísi áherslur en sá á undan. Þau náðu að tengja rosalega vel og mér fannst hún ná að bæta yfirvegun í sinn leik. Mér finnst hún vera farin að staðsetja sig betur og hún lætur allt líta út fyrir að vera mjög auðvelt."

„Hún er á frábærum stað. Mér fannst leiðinleg umræða um hana oft í sumar. Það var verið að tala um að þetta væri örugglega síðasta tímabilið hennar og nú ætti einhver önnur að koma í markið. Hún er búin að bíða þolinmóð lengi eftir að fá tækifæri með landsliðinu. Hún er búin að taka þessa stöðu og eigna sér hana."

Ísland spilar við Kýpur á morgun og ætti það að vera skyldusigur. Það má búast við einhverjum breytingum á liðinu fyrir þann leik. Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið hér að neðan.
Enski boltinn - Íslandsmeistarar rýndu í stöðu Solskjær
Athugasemdir
banner
banner
banner