Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 26. október 2023 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Viðars heilsaði upp á Blika eftir leik - „Hann er náttúrulega kóngurinn hérna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik Breiðabliks og Gent í kvöld var fyrrum landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, mættur á hliðarlínuna og heilsaði upp á Blika.

Arnar er þjálfari U21 liðs Gent (Jong Gent), tók við því starfi í sumar. Höskuldur Gunnlaugsson var einn af þeim sem Arnar heilsaði upp á en Arnar valdi Höskuld nokkrum sinnum í landsliðið í þjálfaratíð sinni. Höskuldur var spurður út í Arnar.

„Við þekkjumst vel, algjör toppmaður, frábær þjálfari og einstaklega skemmtilegur maður. Það var gott að sjá hann. Hann er náttúrulega kóngurinn hérna," sagði Höskuldur í lok viðtalsins sem má sjá hér að neðan.

Arnar lék á sínum tíma í Belgíu. Lék með Lokeren, Genk og Cercle Brugge og var á sínum tíma þjálfari aðalliðs Cercle Brugge og þjálfari varaliðs Lokeren ásamt því að hafa um tíma verið bráðabirgðaþjálfari aðalliða bæði Lokeren og Cercle Brugge.

Arnar var þjálfari íslenska landsliðsins í um tvö ár; tók við liðinu fyrir undankeppni HM 2022 en var látinn fara eftir leikina í mars á þessu ári í undankeppni EM 2024.
Höskuldur: Stærsti lærdómurinn hversu miklu munar á liðunum í teigunum
Athugasemdir
banner
banner