Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 26. nóvember 2019 09:45
Magnús Már Einarsson
Man Utd að gera metsamning
Powerade
Mourinho er með puttann á púlsinum í Portúgal.
Mourinho er með puttann á púlsinum í Portúgal.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes er á óskalista Mourinho.
Bruno Fernandes er á óskalista Mourinho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta í kjaftasögunum. Njótið!



Forráðamenn Arssenal óttast að bestu leikmenn liðsins muni íhuga framtíð sína hjá félaginu ef Unai Emery verður áfram við stjórnvölinn á næsta tímabili. (Mail)

Emery ákvað í sumar að hætta að nýta sér njósnara sem skoða andstæðinga Arsenal. Þess í stað skoðar hann sjálfur ítarlega myndbönd af andstæðingunum. (Mail)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að aðstoðarmaður sinn Mikel Arteta verði áfram hjá City að minnsta kosti út tímabilið. Arteta hefur verið orðaður við stjórastöðurnar hjá Arsenal og Everton en hann spilaði með báðum félögum sem leikmaður. (TImes)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur beðið umboðsmanninn Jorge Mendes um að gefa sér upplýsingar um Ruben Dias (22) varnarmann Benfica og Bruno Fernandes (25) miðjumann Sporting Lisabon. (90min)

West Ham er að íhuga að ráða Chris Wilder stjóra Sheffield United ef Manuel Pellegrini verður rekinn. (Mirror)

Pellegrini hefur fengið viðvörun frá stjórn West Ham að úrslitin verði að batna. (Telegraph)

Marco Silva, stjóri Everton, gæti fengið tvo leiki til að bjarga starfi sínu. Farhad Moshiri eigandi Everton og formaðurinn Bill Kenwright eru byrjaðir að skoða aðra kosti. (Mail)

Sam Allardyce segir ljóst að leikmenn séu ekki lengur að spila fyrir Silva. (Talksport)

Everton er að skoða að kalla portúgalska markvörðinn Joao Virginia (20) til baka úr láni frá Reading. (Liverpool Echo)

Manchester United er að ganga frá 70 miljóna punda auglýsingasamningi við kínverska fyrirtækið Haier. Fyrirtækið mun auglýsa framan á treyjum United en um er að ræða metfé í heiminum fyrir slíka auglýsingu. (Sun)

Watford óttast að þurfa að skipta í annað skipti um stjóra á tímabilinu. (Telegraph)

Leicester ætlar að reyna að fá norska varnarmanninn Kristoffer Ajer (21) frá Celtic á 20 milljónir punda í janúar. (90min)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segist vera ástfanginn af Kylian Mbappe (20) leikmanni PSG. Liðin mætast í Meistaradeildinni í vikunni. (ESPN)

Umboðsmaður Chris Smalling (30), varnarmanns Manchester United, er mættur til Ítalíu til að ganga frá samningum við Roma. Smalling hefur spilað vel á láni hjá Roma í vetur og félagið vill kaupa hann. (Mail)

Youcef Atal, vinstri bakvörður Nice segist vilja spila fyrir stærra félag. Hann hefur verið orðaður við Chelsea. (Canal plus)
Athugasemdir
banner
banner
banner