Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. nóvember 2019 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho nóg boðið og tók Dier út af í fyrri hálfleik
Mourinho kippti Dier út af.
Mourinho kippti Dier út af.
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Tottenham og Olympiakos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, staðan er 2-1 fyrir gestina frá Grikklandi.

Um er að ræða annan leik Tottenham undir stjórn Jose Mourinho. Fyrsti leikurinn var 3-2 sigur gegn West Ham um liðna helgi.

Olympiakos komst í 2-0 á fyrstu 20 mínútum leiksins, en Mourinho var ekki ánægður með það sem hann sá frá sínu liði og ákvað að gera taktíska breytingu á 29. mínútu. Hann tók Eric Dier út af fyrir Christian Eriksen.

„Neyðarúrræði hjá Mourinho. Eitthvað varð að breytast og það var Eriksen fyrir Dier," skrifaði Phil McNulty í textalýsingu BBC.

Stuttu fyrir leikhlé minnkaði Tottenham muninn þegar Dele Alli skoraði eftir mistök í vorn Olympiakos.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner