Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Tottenham valtaði yfir Ludogorets
Mynd: Getty Images
Ellefu leikjum var rétt í þessu að ljúka í Evrópudeildinni. Þar með er fjórðu umferð riðlakeppninnar lokið. Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Mikið breytt lið Tottenham vann stórsigur á Ludogorets á heimavelli. Carlos Vinicius skoraði í tvígang og þá skoruðu þeir Harry Winks og Lucas Moura sitt markið hvor. Tottenham komið með níu stig í riðlinum.

Napoli vann gegn Rijeka og er þar með í lykilstöðu í F-riðli. AZ og Real Sociedad gerðu markalaust jafntefli þar sem Albert Guðmundsson lék fyrstu sjötíu mínúturnar með AZ.

PSV vann 3-2 sigur á PAOK í E-riðli. PAOK komst í 0-2 en PSV svaraði með þremur mörkum. Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK.

Þá gerðu Rangers og Benfica jafntefli, Roma vann gegn Cluj, Bayer Leverkusen gekk frá Hapoel Beer Sheva og Standard kom til baka gegn Lech Poznan á heimavelli.

Úrslitin úr fyrra holli:
Aftur vann Arsenal 3-0 með Rúnar Alex í markinu (Öll úrslit)

Riðill A:
Cluj 0 - 2 Roma
1-0 Gabriel Debeljuh ('49 , sjálfsmark)
1-1 Jordan Veretout ('67 , víti)

Riðill B:
Dundalk 1 - 3 Rapid
0-1 Christoph Knasmullner ('11 )
0-2 Ercan Kara ('37 )
0-3 Ercan Kara ('58 )
1-3 Chris Shields ('63 , víti)

Riðill C:
Bayer 4 - 1 Hapoel Beer Sheva
1-0 Patrik Schick ('29 )
2-0 Leon Bailey ('48 )
2-1 Itamar Shviro ('58 )
3-1 Kerem Demirbay ('76 )
4-1 Lucas Alario ('80 )

Nice 1 - 3 Slavia Praha
0-1 Ondrej Lingr ('15 )
1-1 Amine Gouiri ('61 )
1-2 Peter Olayinka ('64 )
1-3 Abdallah Sima ('75 )
Rautt spjald: Hichem Boudaoui, Nice ('90)

Riðill D:
Standard 2 - 1 Lech
0-1 Mikael Ishak ('61 )
1-1 Abdoul Tapsoba ('63 )
2-1 Konstantinos Laifis ('90 )
Rautt spjald: Obbi Oulare, Standard ('45) og Djordje Crnomarkovic, Lech ('75)

Rangers 2 - 2 Benfica
1-0 Scott Arfield ('7 )
2-0 Kemar Roofe ('69 )
2-1 Goncalo Ramos ('78 )
2-2 Pizzi ('81 )

Riðill E:
PSV 3 - 2 PAOK
0-1 Fernando Varela ('4 )
0-2 Christos Tzolis ('13 )
1-2 Cody Gakpo ('20 )
2-2 Chukwunonso Madueke ('51 )
3-2 Donyell Malen ('53 )

Granada CF 2 - 1 Omonia
1-0 Luis Suarez ('8 )
1-1 Ernest Asante ('60 )
2-1 Alberto Soro ('73 )

Riðill F:
Napoli 2 - 0 Rijeka
0-1 Armando Anastasio ('41 , sjálfsmark)
1-1 Hirving Lozano ('75 )

AZ 0 - 0 Real Sociedad

Riðill J:
Tottenham 4 - 0 Ludogorets
1-0 Carlos Vinicius ('16 )
2-0 Carlos Vinicius ('34 )
3-0 Harry Winks ('63 )
4-0 Lucas ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner