Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. nóvember 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri spáir í Frakkland - Danmörk
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson er spámaður Fótbolta.net fyrir leik Frakklands og Danmerkur sem hefst klukkan 16. Danir gerðu jafntefli við Túnis í fyrsta leik á meðan Frakkar léku listir sínar gegn Ástralíu og unnu öruggan sigur.

Frakkland 1 - 1 Danmörk
Þessi lið voru saman í Þjóðadeildinni og Danir búnir að vinna báða leikina á árinu. Það er búið að draga frá á stóra sviðinu og Frakkar munu ekki leyfa Dönum að taka þriðja sigurinn.

Ég er spenntur að sjá hvaða gír liðin mæta í, sækja til sigurs eða sætta sig við stigið. Mín tilfinning er að þetta verði taktískur leikur og lokaður á köflum. Frakkar muni leyfa Dönum að senda fyrir framan þá og opna svæði. Danir meðvitaðir um að allir sénsar sem þeir ætla að taka muni líklega Mbappe koma í bakið á þeim við minnstu mistök.

Ég segi að 1-1, Griezmann eftir sutt spil við Giroud og Andreas Christensen jafnar undir lokin eftir fast leikatriði á fjær og heldur loforði Hjulmand um bikarinn á Strikið vel á lífi.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner