Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2022 18:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick: Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn okkar
Mynd: Getty Images

Þýskaland fór ansi illa af stað á HM í ár þegar liðið tapaði 2-1 gegn Japan í fyrstu umferð. Liðinu hefur gengið illa á síðustu tveimur stórmótum.


Liðið féll úr leik í 16 liða úrslitum gegn Englandi á EM 2020 og komst ekki upp úr riðlinum á HM 2018.

„Síðustu tvö mót voru ekki góð, við viljum koma í veg fyrir að það endurtaki sig," sagði Hansi Flick þjáfari þýskalandsliðsins.

Þýskaland mætir Spáni á morgun en hann segir að það sé fyrsti úrslitaleikur liðsins á mótinu.

„Við þurfum að vera einbeittir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn okkar og við viljum koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig."

Flick var spurður að því hvort liðið væri enn eitt af stóru þjóðunum í fótboltanum ennþá.

„Því verður svarað á sunnudaginn. Kannski höfum við annað svar við þeirri spuyrningu, rétta svarið."


Athugasemdir
banner
banner