Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 27. febrúar 2020 21:51
Aksentije Milisic
Real ætlar að áfrýja rauða spjaldinu hjá Ramos
Real Madrid ætlar sér að áfrýja rauða spjaldinu sem fyrirliðinn. Sergio Ramos, fékk gegn Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Manchester City vann gríðarlega öflugan útisigur á Real Madrid þar sem Gabriel Jesus og Kevin De Bruyne sáu um mörkin fyrir gestina. Isco hafði komið Real yfir í leiknum.

Undir lok leiks slapp Jesus einn í gegn og Ramos braut á Jesus og fékk City aukaspyrnu og Ramos rekinn af velli þar sem hann var aftasti leikmaður. Ekki eru allir á sama máli um hvort réttan dóm var að ræða en Ramos kom ekki mikið við Jesus.

VAR ákvað að gera ekkert í atvikinu í gær en nú er ljóst að Real ætlar að áfrýja spjaldinu.
Athugasemdir
banner