lau 27. febrúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Willian vildi ekki fara frá Chelsea
Willian með bandið.
Willian með bandið.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Willian viðurkennir að hann vildi ekki yfirgefa Chelsea síðasta sumar.

Willian gekk í raðir Arsenal en hann hefur ekki spilað vel á þessari leiktíð og hefur verið mikið gagnrýndur af stuðningsmönnum liðsins og sparkspekingum á Englandi.

Stuðningsmenn Arsenal vilja meina að hann sé einungis hjá félaginu til að hirða launatékkann en Willian er á mjög góðum launum hjá Lundúnarliðinu þar sem hann fær 220 þúsund pund á viku.

Nú hefur Willian viðurkennt að hann vildi ekki fara frá þeim bláklæddu.

„Þetta var erfið ákvörðun. Rígurinn á milli þessara liða er mjög mikill. Ég talaði við konuna mína og umboðsmanninn minn oft og mörgum sinnum og að lokum tók ég þessa ákvörðun," sagði Willian.

„Ég fór frá Chelsea en skildi hurðina eftir opna. Allir vita að ég vildi vera áfram. Við náðum ekki að semja. Ég vildi þrjú ár en Chelsea gat bara boðið mér tveggja ára samning."

Willian lék 339 leiki fyrir Chelsea, vann ensku deildina í tvígang og Evrópudeildina einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner