Það eru þrír leikir á dagskrá í enska bikarnum í kvöld, þar sem fjögur úrvalsdeildarfélög mæta til sögunnar í 16-liða úrslitum.
Bournemouth byrjar á heimaleik gegn Leicester City, toppliði Championship deildarinnar, skömmu áður en Blackburn Rovers fær Newcastle United í heimsókn.
Blackburn leikur í Championship deildinni á meðan Newcastle er í Evrópubaráttu í úrvalsdeildinni.
Lokaleikur kvöldsins fer fram í nágrenni við London, þar sem Luton tekur á móti ríkjandi meisturum Manchester City. Þar á sér stað eini úrvalsdeildarslagur kvöldsins.
Leikir kvöldsins:
19:30 Bournemouth - Leicester
19:45 Blackburn - Newcastle
20:00 Luton - Man City
Athugasemdir